Luka Ceranja frá Mjölni mun berjast sinn þriðja atvinnumannabardaga á Fight Nation Championship 21 annað kvöld (laugardaginn 15. febrúar) en Luka hefur barist alla sína bardaga innan þeirra samtaka, fyrir utan þegar hann tók þátt á IMMAF heimsmeistaramóti.
Fight Nation Championship heldur MMA viðburði víðsvegar um austur evrópu og í þetta skiptið fer bardagakvöldið fram í Zadar, Króatíu heimalandi Luka. Luka er í næst síðasta bardaga kvöldsins (co-main event) og mætir hann nafna sínum og samlanda Luka Milidragović. Andstæðingurinn hefur örlítið meiri reynslu á atvinnumannastigi og er að fara í sinn fimmta atvinnumannabardaga meðan Luka okkar er á leið í sinn þriðja. Luka Milidragović vann sína fyrstu 3 en er að koma tilbaka eftir að hafa tapað sínum fyrsta atvinnumannabardaga í febrúar í fyrra. Luka okkar sigraði síðasta bardaga sinn eftir eina lotu en andstæðingur hans meiddist í þeim bardaga, fyrir það hafði hann tapað atvinnumanna frumraun sinni á klofinni dómaraákvörðun.
Það er því til mikils að vinna fyrir báða menn og verður hægt að sjá bardagann í gegnum pay-per-view. Kvöldið ætti að vera hefjast kl 18:00 að íslenskum tíma.