spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJake Shields rekinn úr UFC

Jake Shields rekinn úr UFC

Jake-ShieldsSamningi UFC veltivigtarmannsins Jake Shields hefur verið sagt upp. Shields tapaði síðast gegn Hector Lombard á UFC 171 þann 15. mars síðastliðinn.

Þrátt fyrir að Jake Shields sé talinn með bestu veltivigtarmönnum heims ætti þessi uppsögn ekki að koma á óvart. Eins og við greindum  frá fyrir stuttu var margt sem benti til þess að Shields yrði rekinn eftir tapið gegn Hector Lombard. Shields er óspennandi bardagamaður og UFC hefur látið aðra óspennandi bardagamenn fara líkt og Yushin Okami og Jon Fitch .

Eftir að hafa sigrað millivigtartitilinn í Strikeforce samdi hann við UFC. Eftir vafasaman sigur á Martin Kampmann barðist hann um veltivigtartitilinn gegn þáverandi meistaranum, Georges St. Pierre, en tapaði eftir dómaraákvörðun. UFC ferill hans samanstóð af fjórum sigrum, þremur töpum og einn bardagi var dæmdur ógildur þar sem Jake Shields féll á lyfjaprófi eftir bardagann.

Shields mun halda áfram að berjast og mun sennilega semja við WSOF, Bellator eða ONE FC. Það gæti verið áhugavert að sjá hann semja við ONE FC og berjast þar við Ben Askren.

Shields var í 11. sæti á lista yfir bestu veltivigtarmenn UFC en verður fjarlægður af listanum. Það má því vænta þess að Gunnar Nelson fari einu sæti ofar á listanum og fari upp í 13. sæti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular