spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJimi Manuwa og Corey Anderson verða í aðalbardaganum - enginn Gunnar í...

Jimi Manuwa og Corey Anderson verða í aðalbardaganum – enginn Gunnar í London?

UFC hefur nú staðfest aðalbardagann á bardagakvöldinu í London þann 18. mars næstkomandi. Vonir stóðu til að Gunnar Nelson yrði á kvöldinu en nú getum við nánast útilokað það.

Það verða því skrautlegi Bandaríkjamaður Corey Anderson (9-2) og heimamaðurinn Jimi Manuwa (16-2) sem berjast í aðalbardaga kvöldsins.

Þegar bardaginn var upphaflega tilkynntur var hann ekki aðalbardagi kvöldsins. Jimi Manuwa sagði meira að segja á dögunum að bardaginn yrði bara þrjár lotur og útilokaði því að hann yrði í aðalbardaga kvöldsins.

UFC hefur því greinilega gefist upp á að finna bardaga til að vera aðalbardagi kvöldsins. Samkvæmt orðrómum reyndi UFC að fá Alexander Gustafsson í aðalbardagann en hann hefur ekki enn jafnað sig á meiðslum. Þá reyndi UFC að bóka Luke Rockhold og Ronaldo ‘Jacare’ Souza en Rockhold er enn meiddur.

Bardagakvöldið var orðið ansi troðið á dögunum og var eina vonin fyrir Íslendinga að sjá Gunnar í aðalbardaga kvöldsins. Nú getum við útilokað það og er afar ólíklegt að Gunnar verði í London í mars.

Bardagi Manuwa og Anderson verður án efa hörku bardagi en Manuwa hefur sigrað 14 af 16 bardögum sínum með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og er mjög vinsæll í heimalandinu. Corey Anderson er skrautlegur karakter en hann breytti nýlega bardaganafninu sínu. Áður skartaði hann því óskiljanlega nafni „Beastin’ 25/8“ en vill nú vera þekktur sem „Overtime“.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

  • Corey Anderson gegn Jimi Manuwa
  • Henry Briones gegn Brad Pickett
  • Leon Edwards gegn Vicente Luque
  • Marc Diakiese gegn Teemu Packalen
  • Oluwale Bamgbose gegn Tom Breese
  • Scott Askham gegn Brad Scott
  • Francimar Barroso gegn Darren Stewart
  • Joseph Duffy gegn Reza Madadi
  • Lina Lansberg gegn Veronica Macedo
  • Timothy Johnson gegn Daniel Omielanczuk
  • Arnold Allen gegn Makwan Amirkhani
spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular