Friday, March 29, 2024
HomeErlentJoanna Jedrzejczyk og Mackenzie Dern náðu báðar vigt

Joanna Jedrzejczyk og Mackenzie Dern náðu báðar vigt

Vigtunin fyrir UFC bardagakvöldið í Flórída annað kvöld fór fram fyrr í dag. Þar náðu allir bardagamenn kvöldsins tilsettri þyngd og eru því allir bardagarnir á sínum stað.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Joanna Jedrzejczyk og Michelle Waterson. Á miðvikudaginn bárust þær fregnir að Jedrzejczyk ætti í erfiðleikum með að skera niður og hefði óskað eftir að bardagann yrði færður í 120 punda hentivigt.

Sjálf neitaði Jedrzejczyk þessum sögum og sagði að allt væri í himnalagi. Hún var svo 115,5 pund í vigtuninni í morgun og kom inn 20 mínútum áður en vigtuninni lauk. Michelle Waterson var 115 pund.

Mackenzie Dern hefur oft verið í vandræðum með vigtunina og var sjö pundum yfir þegar hún mætti Amanda Cooper í júní 2018. Það var ekkert vesen á Dern að þessu sinni en hún var 115 pund sem og andstæðingur hennar, Amanda Ribas. Dern eignaðist barn fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan og er athyglisvert að hún skuli vera að berjast svona snemma eftir barnsburð.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular