Joanna Jedrzejczyk á að mæta Michelle Waterson í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída á laugardaginn. Nú herma fregnir að Joanna sé í vandræðum með að létta sig en sjálf þvertekur hún fyrir að hún sé í veseni.
Þær Joanna Jedrzejczyk og Michelle Waterson eiga að mætast í strávigt á laugardaginn. Í dag hélt Combate því fram að Joanna eigi í vandræðum með að koma sér í 116 pundin en hún keppti síðast í 125 punda fluguvigt.
Some breaking news from @raphamarinho of Combate this morning, who reports that Joanna Jędrzejczyk has informed the UFC that she will be unable to make 115 for this weekend's main event
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) October 9, 2019
Waterson is refusing a catchweight and has also refused facing Dern or Ribas per Marinho
1/2 https://t.co/r8cyLF9q1U
Jedrzejczyk er sögð hafa óskað eftir því að bardaginn færi fram í 120 punda hentivigt en Michelle Waterson á að hafa neitað því.
„Ég heyrði að Joanna væri í vandræðum með að ná vigt og hún vilji berjast í 120 pundum. Ég tók þennan bardaga undir þeim formerkjum að við værum báðar að komast í titilbardaga í strávigtinni og er það mikilvæg skuldbinding að mínu mati. Sem bardagamaður eru bara fáeinir hlutir sem þú þarft að gera og eitt af því er að ná vigt,“ sagði Waterson meðal annars við MMA Fighting.
Sjálf vill Joanna Jedrzejczyk ekkert kannast við einhver vigtunarvandamál og setti í Instagram story hjá sér í dag að allt væri í himnalagi. Það er nú sjaldnast þannig að svona sögur spretti upp úr engu og verður áhugavert að fylgjast með vigtuninni á föstudaginn.
SHE IS SUCH A TROLL…. pic.twitter.com/UJ4mZyD9nZ
— dziwka (@cardiomcgregor) October 9, 2019
UFC hefur ekki tjáð sig um möguleg vandamál Jedrzejczyk en samkvæmt Combate gæti Angela Hill komið inn í stað Waterson og Waterson verið færð á annað bardagakvöld. Sjálf er Waterson lítið að spá í þessu og er enn með hugann við bardaga gegn Jedrzejczyk á laugardaginn.