spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJoanne Calderwood fær bardaga á UFC bardagakvöldinu í Póllandi

Joanne Calderwood fær bardaga á UFC bardagakvöldinu í Póllandi

joanne calderwoodSkoska bardagakonan Joanne Calderwood mætir Maryna Moroz á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur viðburð í Póllandi og er bardagakvöldið nánast fullmannað.

Joanne Calderwood (9-0) var meðlimur í 20. seríu The Ultimate Fighter þar sem 16 konur í strávigt kepptust um að verða fyrsti strávigtarmeistari UFC. Hún dvaldi hér á landi í síðustu viku við æfingar í Mjölni en í samtali við MMA Fréttir vonaðist hún eftir að fá bardaga á bardagakvöldinu í Póllandi. Viðtalið við hana mun birtast á næstu dögum.

Calderwood mætir Maryna Moroz (5-0) en sú hefur sigrað fjóra bardaga með “armbar” og ætti því að vera nokkuð sterk í gólfinu. Þetta verður fyrsti bardagi Moroz í UFC en hún hefur m.a. barist í Rússlandi, Brasilíu og Kína.

Það má leiða af því líkur að Calderwood fái sterkan andstæðing á bardagakvöldinu í Skotlandi (18. júlí) takist henni að sigra Moroz.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular