spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoe Silva hættir hjá UFC

Joe Silva hættir hjá UFC

joe-silva2Maðurinn sem setur saman alla stærstu bardagana í UFC ætlar að setjast í helgan stein. Joe Silva hefur starfað hjá UFC í 21 ár en ætlar nú að hætta í kjölfar sölunnar á UFC.

UFC var selt á dögunum af Zuffa LLC til WME-IMG fyrir 4 milljarða dollara. Joe Silva fékk sinn skerf af sölunni enda einn af toppunum í UFC. Silva ætlar því að hætta í lok árs en þetta herma heimildir MMA Junkie. Engin illindi eru á milli Silva og nýju eigendanna en Silva vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Joe Silva byrjaði að vinna fyrir UFC áður en Zuffa keypti UFC árið 2001 af SEG. Hann var einn af fáum sem Zuffa ákvað að halda á þeim tíma og setti hann saman alla bardagana í UFC. Síðar kom Sean Shelby inn í UFC og hafa þeir Silva og Shelby starfað saman við samsetningu á öllum bardögunum í UFC. Silva sér um bardagana í léttvigtinni til þungavigtarinnar á meðan Shelby sér um fjaðurvigtina og léttari flokkana og kvennaflokkana.

Í einu af hans fáu viðtölum lýsti Silva því hvernig hann byrjaði í bransanum. Silva elskaði fyrstu UFC keppnirnar en fannst eins og hægt væri að gera hlutina betur. Hann fann símanúmerið þeirra, hringdi í þá og sagði þeim hvernig þeir ættu að gera hlutina. Fyrst um sinn var hann óformlegur ráðgjafi en síðar var hann ráðinn til starfa á meðan SEG átti UFC.

SEG borgaði illa og varð hann fljótt skuldugur. Silva gat þó ekki hætt þar sem hann elskaði þetta starf. Þegar Zuffa keypti UFC árið 2001 var hann einn af fáum starfsmönnum UFC sem nýju eigendurnir ákváðu að halda. Silva flutti til Las Vegas þrátt fyrir að hata borgina en gerði það til að losa sig úr skuldavandamálum sínum.

Hvorki UFC né Silva hafa tjáð sig um brotthvarf hans enn sem komið. Það verður sjónarsviptir þegar hann fer enda er hann maðurinn sem kemur alltaf í búrið strax eftir bardaga og óskar mönnum til hamingju með sigurinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular