spot_img
Monday, December 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Conor mun líklegast ekki berjast aftur á þessu ári

John Kavanagh: Conor mun líklegast ekki berjast aftur á þessu ári

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, býst ekki við að Conor berjist aftur fyrr en á næsta ári. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz er líklegastur að mati Kavanagh.

Þetta segir hann í pistli sínum á The 42. Kavanagh er sem stendur í fríi á Flórída og Conor í fríi á Ibiza eftir bardagann gegn Floyd Mayweather í ágúst. Kavanagh vill helst sjá Conor mæta Diaz í 3. sinn.

„Ég hef lengi sagt það að þriðji bardaginn gegn Nate Diaz í léttvigt er það sem ég væri til í að sjá næst. Það þarf að klára það. Ég veit að það er komandi titilbardaga um bráðabirgðarbeltið í léttvigt á milli Tony Ferguson og Kevin Lee. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn vissi ég ekki alveg hver Kevin var þar til nýlega.

Á UFC 216 í október mætast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee um bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum myndi sigurvegarinn mæta meistaranum Conor McGregor þegar hann kemur aftur en eins og við höfum áður séð er ekkert eðlilegt við feril Conor.

„Tony er góður bardagamaður en hann hefur ekki það aðdráttarafl sem fær mann til að vera jafn spenntan eins og fyrir Nate Diaz enduratinu, eins og fyrir sögulegum sigri á Eddie Alvarez í Madison Square Garden og eftir að hafa boxað við besta boxara okkar kynslóðar. En þetta er bara mín skoðun en ég er viss um að fólk skilji mitt sjónarmið. Þangað til ætlum við að hvíla okkur og taka ákvörðun um næsta skref þegar tíminn er réttur.“

Að mati John Kavanagh mun Conor samt berjast aftur en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári. „Það er sennilega of lítið eftir af árinu til að búast við öðrum bardaga áður en árið klárast. Þegar fríið klárast mun það samt taka langan tíma að plana æfingabúðir á þessu getustigi. Ég á erfitt með að sjá annan bardaga árið 2017. En ég gæti fengið skilaboð í kvöld þar sem hann segir allt annað. Það er erfitt að spá fyrir um hvað hann gerir sem er eitt af því sem dregur fólk að honum.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular