spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Lineker kjálkabrotnaði í 1. lotu - hélt áfram og kláraði allan...

John Lineker kjálkabrotnaði í 1. lotu – hélt áfram og kláraði allan bardagann

John Lineker er þekktur fyrir ótrúlega hörku sína og sýndi það enn einu sinni á föstudaginn. Lineker mætti T.J. Dillashaw á UFC 207 og tapaði eftir dómaraákvörðun.

Lineker segir í samtali við MMA Fighting að kjálkinn hafi brotnað í 1. lotu eftir háspark. Lineker fann strax að eitthvað small í kjálkanum. „Ég var ekkert vankaður eða eitthvað slíkt en fann eitthvað smella. ‘Þetta var bara sparkið, ekkert mál’ hugsaði ég með mér en ég byrjaði að finna fyrir þessu í 2. lotu. Í 3. lotu fann ég verulega fyrir þessu þegar ég fékk öll þessi högg í mig,“ segir Lineker en hann fékk 71 högg í sig í bardaganum en 74% þeirra voru í höfuðið.

Lineker var tekinn fimm sinnum niður í bardaganum og fékk nokkra olnboga í höfuðið frá Dillashaw. Lineker hló er hann lá á bakinu og fékk nokkur þung högg í sig en höggin virtust bíta lítið á hann. Dillashaw viðurkenndi eftir bardagann að honum væri illt í olnboganum eftir að hafa veitt Lineker þessa olnboga.

Lineker þarf ekki að fara í aðgerð en samkvæmt læknunum verður hann frá æfingum í tvo til þrjá mánuði. Sá brasilíski má bara borða fljótandi fæði næstu tvær vikurnar.

Ljósmyndarinn Esther Lin náði umræddu sparki á mynd eins og má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular