spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohny Hendricks hættur

Johny Hendricks hættur

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks tilkynnti það í dag að hann sé hættur í MMA. Hendricks ætlar að snúa sér að þjálfun og mun hverfa af braut úr MMA heiminum.

Hinn 34 ára gamli Johny Hendricks átti afleitu gengi að fagna undir lok ferilsins. Hann tapaði fimm af síðustu sex bardögum sínum og virtist sem hungrið væri farið eftir að hann tapaði veltivigtartitlinum.

„Ég er búinn. Ég ætla að hætta. Ég ætla að fara úr MMA heiminum. Ég er búinn að hugsa vel og lengi um þetta. Ég mun leita aftur í ræturnar og þjálfa ólympíska glímu. Ég var að þjálfa í fyrra en núna mun ég þjálfa All Saints skólaliðið (Episcopal High School, Texas),“ sagði Hendricks við MMA Junkie Radio í dag.

Síðast sáum við Hendricks tapa fyrir Paulo Costa á UFC 217 í nóvember þar sem hann var rotaður í 2. lotu.

„Það hefur verið gott að vera heima síðustu sjö mánuði, eyða tíma með börnunum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því sem þarf að gera. Ég talaði við konuna mína og spurði hvort við ættum að fara í gegnum þetta allt aftur. Að vera lengi í burtu og setja fjölskylduna í 2. sæti. Eins og staðan er núna get ég eiginlega ekki gert það.“

Margir bardagamenn eiga erfitt með að hætta og virðist aldrei hægt að treysta því með vissu að einhver sé í raun og veru hættur í MMA. Margir snúa aftur en Hendricks ætlar ekki að snúa aftur nema hann fái einn ákveðinn bardaga eða virkilega gott tilboð.

„Bara ef mér yrði boðið að berjast við Georges St. Pierre en heimurinn veit að ég vann hann. Ég geng sáttur frá borði nema þeir bjóði mér milljón dollara fyrir einn bardaga. Þú getur ekki hafnað því, það væri heimskulegt. En ég hef náð öllum mínum markmiðum og það er kjarni málsins.“

Hendricks var hársbreidd frá því að sigra þáverandi veltivigtarmeistara Georges St. Pierre er þeir mættust í nóvember 2013. St. Pierre vann þó eftir klofna dómaraákvörðun en flestir voru á því að Hendricks hefði unnið. Honum tókst þó að verða veltivigtarmeistari með sigri á Robbie Lawler á UFC 171 nokkrum mánuðum síðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular