Tuesday, May 21, 2024
HomeForsíðaGuðrún Björk með fern verðlaun á opna spænska meistaramótinu

Guðrún Björk með fern verðlaun á opna spænska meistaramótinu

Guðrún Björk Jónsdóttir úr VBC náði frábærum árangri fyrr í mánuðinum þegar hún keppti á sterku móti á Spáni. Þar nældi hún sér í þrenn gullverðlaun og eitt silfur.

Guðrún hefur verið búsett á Spáni undanfarna mánuði og keppti hún á IBJJF Spanish National á dögunum. Þar keppti hún í -79,5 kg flokki í galla (gi) og -79,5 kg flokki án galla (nogi).

Guðrún tók gullið í sínum flokki í galla þar sem hún fékk eina glímu. Hún tók svo sömuleiðis gullið í sínum flokki í nogi og í opnum flokki í nogi. Eftir tvær glímur í opnum flokki í gallanum fékk hún silfur og vann því fimm af sex glímum sínum á mótinu. Frábær árangur hjá Guðrúnu en Guðrún keppti í flokki blábeltinga.

Þess má einnig geta að Guðrún fékk eitt gull og þrjú silfur á NAGA móti á Spáni fyrr í mánuðinum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular