spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Fjaðurvigtarmaður hengir Brock Lesnar

Jólaþjóðsagan: Fjaðurvigtarmaður hengir Brock Lesnar

brock-lesnarJólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

Brock Lesnar kom eins og stormsveipur í UFC og varð fljótt ein stærsta stjarna UFC. Þetta 130 kg vöðvatröll gerði garðin frægan í fjölbragðaglímunni og varð svo þungavigtarmeistari í UFC. Hann var afburða glímumaður í bandarísku háskólaglímunni á sínum yngri árum og varð meðal annars meistari í efstu deildinni þar.Nik Lentz berst í léttvigt UFC er ágætis glímumaður. Lentz keppti áður í fjaðurvigtinni (145 punda flokkur eða um 66 kg). Af einhverjum ástæðum voru Lentz og Lesnar að glíma.

Lentz lýsti reynslunni sem frekar ógeðslegri þar sem Lesnar svitnar meira en gengur og gerist. Lentz náði „guillotine“ hengingu á Lesnar sem gafst upp. Þetta fór eitthvað illa í Lesnar því í næstu glímu tekur hann Lentz upp fyrir haus og fleygir honum þvert yfir æfingarsalinn, líkt og sést í WWE. Þeir glímdu ekki aftur eftir þetta. Lentz sagði að þetta hefði allt verið í góðu gríni og engin illindi fylgt þessum glímum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular