Samkvæmt Dana White, forseta UFC, þá fær millivigtar slátrarinn Vitor Belfort titilbardaga á næsta ári. Þann 28. desember mætast þeir Chris Weidman, núverandi millivigtar meistarinn, og Anderson Silva, fyrrverandi millivigtar meistarinn.
Anderson Silva og Chris Weidman mættust síðast í átthyrningnum þann 6. júlí og þá fór Weidman með sigur af hólmi með rothöggi í annarri lotu. Silva hafði verið ósigraður frá 2006 og sigrað 16 bardaga í röð innan raða UFC.
Dana White hefur sagt að Belfort fái titilbardaga á þann sem sigrar. Bæði Silva og Weidman telja Belfort eiga skilið að fá næsta titilbardaga.
Latest posts by Brynjar Hafsteinsson (see all)
- Magnús ‘Loki’ keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga í mars - February 28, 2018
- 2017: Bestu bardagar ársins - January 7, 2018
- Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 218 - December 1, 2017