spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Krazy Horse rotar Wanderlei baksviðs í Pride!

Jólaþjóðsagan: Krazy Horse rotar Wanderlei baksviðs í Pride!

krazy-horse

Jólasveinarnir 13 eru allir komnir til byggða og því birtum við síðustu jólaþjóðsöguna í ár. Jólaþjóðsaga dagsins segir frá frægu atviki sem átti sér stað baksviðs í Pride.

Charles ‘Krazy Horse’ Bennett er einn skrautlegasti karakterinn í MMA heiminum. Hann æfði nánast aldrei en á yfir 50 bardaga. Hann barðist um tíma í Pride en þann 31. desember 2005 sigraði hann Ken Kaneko á Pride Shockwave 2005 kvöldinu.

Eftir bardagann deildi Bennett búningsklefa með Wanderlei Silva og fleirum úr Chute Boxe liðinu. Bennett og Christian Marcelo, BJJ þjálfarinn hjá Chute Boxe og keppandi í fyrstu seríu TUF: Brazil, áttu í einhverjum orðaskiptum sem endaði með því að Bennett réðst á Marcelo. Atvikið má sjá hér að neðan.

Í myndbandinu sést hvernig Marcelo svæfir Bennett með „triangle“ hengingu. Myndbandið er greinilega klippt og er talið að hinir Chute Boxe meðlimirnir hafi hjálpað Marcelo að læsa hengingunni. Eins og sést er Wanderlei Silva þarna en virðist ekki eiga neinn þátt í þessu.

Bennett hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi rotað Wanderlei Silva, Pride kónginn sjálfan, eftir að hann kom til meðvitundar. Ekki er til neitt myndband af þessu rothöggi og enginn Chute Boxe meðlimur hefur staðfest þetta. Þegar Wanderlei Silva var í viðtali við Michael Schiavello og er spurður út í þetta atvik hvorki neitaði hann né játaði að hann hefði verið rotaður af Bennett og sagði það leyndarmál. Sitt sýnist hverjum um þetta mál og eru til nokkrar útgáfur af sögunni.

Þetta er síðasta jólaþjóðsagan í ár, vonum að þið hafið notið þess að lesa þær. Gleðileg jól!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular