spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Lee Murray rotar Tito Ortiz í götuslagsmálum eftir misskilning!

Jólaþjóðsagan: Lee Murray rotar Tito Ortiz í götuslagsmálum eftir misskilning!

Tito Ortiz og Lee Murray

Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

UFC 38 fór fram í júlí 2002 og var fyrsta bardagakvöld UFC í Englandi. Öllu var til tjaldað og börðust þeir Matt Hughes og Carlos Newton um veltivigtartitilinn þar sem Hughes sigraði. Eftir bardagana var að sjálfsögðu gott eftirpartý en þar voru menn eins og Chuck Liddell, Lee Murray, Pat Miletich, Tito Ortiz og fleiri þekktir bardagamenn.

Þegar partýið var búið og allir á leið út hoppar vinur Tito Ortiz á bakið á Pat Miletich og reyndi að hengja hann. Það var þó bara í gríni en Tony Fryklund (enskur bardagamaður) vissi það ekki og byrjaði að hengja vin Ortiz af fullum ákafa þangað til Pat Miletich segir honum að stoppa. Vinur Ortiz byrjar að æsa sig yfir þessu en þá hleypur vinur Lee Murray að honum og steinrotar hann!

Upp frá þessum misskilningi brjótast út hópslagsmál milli hópanna. Það eru misjafnar frásagnir af slagsmálunum en í þeim flestum kemur fram að Chuck Liddell hafi verið með bakið upp við vegg að rota alla sem komu nálægt honum!

Tito Ortiz og Lee Murray slógust sem endaði ekki vel fyrir Ortiz. Ortiz reyndi vinstri krók á Murray sem missti marks en Murray svaraði með fimm högga fléttu og rotar Ortiz! Stuttu eftir það kom lögreglan og braut upp slagsmálin. Ortiz vill meina að hann hafi ekki verið kýldur niður heldur bara runnið en ætli það sé ekki bara enn ein afsökunin hjá Tito Ortiz?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. […] Fyrsti bardagi Lee Murray var 1999 þar sem hann sigraði Rob Hudson með rothöggi. Hann sigraði svo tvo bardaga með lásum en tapaði sínum fyrsta bardaga gegn Joe Doerkson. Murray tapaði ekki næstu 7 bardögum sínum. Einn af þessum bardögum var í UFC og var gegn Jorge Rivera þar sem Murray sigraði með “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Vegna afbrota í Bretlandi fékk hann ekki inngöngu aftur til Bandaríkjana svo bardaginn gegn Rivera var hans eini á vegum UFC. Murray ferðaðist til Bandaríkjana á sínum tíma til að æfa hjá Pat Miletich. Miletich var á þessum tíma einn besti þjálfarinn í bransanum og sagði að Murray hefði getað orðið heimsmeistari ef hann hefði ekki verið svona mikill vandræðagemsi. Fræg sagan er af götuslagsmálum eftir UFC 38 í London þar sem Murray rotaði þáverandi meistarann í léttþungavigt, Tito Ortiz, en nánar má lesa um það hér. […]

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular