Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaFyrrum bardagamaðurinn Lee Murray framdi stærsta rán Bretlands!

Fyrrum bardagamaðurinn Lee Murray framdi stærsta rán Bretlands!

lee-murrayLee Murray er einn alræmdasti bardagamaður Bretlands fyrr og síðar. Hann átti ágætis feril í MMA og barðist einu sinni í UFC en vandræði hans í einkalífinu gerðu honum erfitt fyrir að komast langt í íþróttinni. Murray skipulagði og átti aðild að einu stærsta ráni Bretlands.

Lee Lamrani Ibrahim “Lightning” Murray fæddist þann 12. nóvember árið 1977. Murray átti erfiða æsku þar sem hann ólst upp við mikla fátækt og slæmt samband hans við föður hans gerði honum erfitt fyrir.

Föður hans var lýst sem ofbeldisfullum drykkjumanni sem stjórnaði fólki með ógnum og hnefum. Faðir hans vildi að börnin sýndi sér virðingu og beitti þau harðræði ef þau hlýddu honum ekki í einu og öllu. Faðir hans var einu sinni varaður við af lögreglunni fyrir slæma meðferð á börnum sínum. Murray fékk nóg af barsmíðunum einn daginn þegar faðir hans kýldi Murray. Nágranni lýsti þessu þannig að faðir hans kýldi Murray sem snéri sér einfaldlega við og rotaði föður sinn með einu höggi. Þeir áttu eftir að slást oftar og svo fór að faðir hans flutti út.

Á þessum tíma var Murray farinn að stela og selja eiturlyf. Hann var talinn mjög ofbeldisfullur og notaði það til hins ítrasta til þess að fá fólk til þess að borga. Hann var þekktur fyrir að kýla fólk af handahófi og áreita búðarmann að staðaldri.

Murray sat inni á unglingaheimilum fyrir þjófnað og líkamsárásir. Murray og vinir voru farnir að græða mikla peninga á að selja krakk kókaín og önnur eiturlyf. Þeir eyddu peningunum í flotta bíla og flotta hluti. Hann var mikið fyrir að storka lögreglunni og eyddi stundum degi sínum í að elta lögregluna á bíl sínum. Lögreglumenn voru stundum hræddir við hann en þeir töldu hann gríðarlega hættulegan.

murray2450_large
Lee Murray tæpur á leiðinni í átthyrninginn.

Fyrsti bardagi Lee Murray var 1999 þar sem hann sigraði Rob Hudson með rothöggi. Hann sigraði svo tvo bardaga með lásum en tapaði sínum fyrsta bardaga gegn Joe Doerkson. Upp frá því hófst sjö bardaga sigurganga Murray. Einn af þessum bardögum var í UFC gegn Jorge Rivera þar sem Murray sigraði með „triangle“ hengingu í fyrstu lotu.

Vegna afbrota í Bretlandi fékk hann ekki inngöngu aftur til Bandaríkjanna svo bardaginn gegn Rivera var hans eini á vegum UFC. Murray ferðaðist til Bandaríkjanna á sínum tíma til að æfa hjá Pat Miletich. Miletich var á þessum tíma einn besti þjálfarinn í bransanum og sagði að Murray hefði getað orðið heimsmeistari ef hann hefði ekki verið svona mikill vandræðagemsi. Fræg sagan er af götuslagsmálum eftir UFC 38 í London þar sem Murray rotaði þáverandi meistarann í léttþungavigt, Tito Ortiz, en nánar má lesa um það hér.

_tLee Murray 2
Murray klárar Rivera með “triangle armbar”

Seinasti bardagi hans til þessa dags var gegn fyrrverandi UFC millivigtarmeistaranum Anderson Silva. Bardaginn var um millivigtarbelti Cage Rage þar sem Murray tapaði eftir dómaraúrskurð. Murray gat ekki haldið áfram feril sínum sem MMA bardagamaður vegna stungusára sem hann varð fyrir.

Þann 25. júní árið 2006 var Lee Murray handtekinn í Marokkó fyrir skipulagningu og aðild að stærsta peningaráni allra tíma í Bretlandi. Ránið átti sér stað í febrúar 2006 og var gríðarlega vel skipulagt. Murray og félagar stálu þá 53 milljónum punda en Murray komst í burtu til Marokkó. Upphæðin hefði getað orðið hærri en það var einfaldlega ekki nóg pláss í sendaferðabílnum fyrir meiri peninga.

Murray var dæmdur í tíu ára fangelsi í Marokkó en sá dómur var þyngdur árið 2010 í 25 ár. Murray var ekki lengi að verða sér til vandræða í fangelsi en hann var tekinn fyrir að reyna að flýja fangelsið. Hann var einnig tekinn með ferðatölvu og fimm kíló af eiturlyfjum í fangelsinu. Kvikmyndarétturinn að ráninu var seldur til Time Inc. og stendur til að gera kvikmynd byggða á ráninu og ævi Lee Murray.

Saga Lee Murray – Partur 1

Saga Lee Murray –  Partur 2

Anderson Silva gegn Lee Murray – Partur 1

Anderson Silva gegn Lee Murray – Partur 2

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular