Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Saffiedine vs. Lim

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Saffiedine vs. Lim

ufc-singapore-tarec-training_467263_FrontPageFeatureNarrowÁ laugardaginn fór fram UFC bardagakvöld í Singapúr. Flestir keppendur voru minni spámenn og töluvert var um asíska bardagakappa en það tíðkast að vera með talsvert af heimamönnum á þeim kvöldum sem haldin eru utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að margir þessara kappa séu minna þekktir litu nokkrir áhugaverðir bardagar dagsins ljós.

Dustin Kimura sigraði Jon Delos Reyes með “armbar” lás, en þrátt fyrir að hafa unnið átta af 11 bardögum sínum með uppgjafartaki hefur hann aldrei klárað bardaga með “kimura” lás. Hann verður að fara að bæta úr því.

Will Chope barðist við Max Holloway, en Chope er hávaxnasti fjaðurvigtarmaðurinn í UFC – 193cm og 66 kíló. Holloway, sem er oftast hávaxnari en andstæðingar sínir, var búinn að tapa tveimur í röð, nú síðast gegn Conor McGregor og þurfti því nauðsynlega á sigri að halda. Chope, líkt og Stefan Struve er þekktur fyrir, tókst ekki að nýta hæð sína nægilega vel til að halda Holloway í skefjum og Holloway sýndi að sama skapi hversu hæfileikaríkur hann er. Eftir nokkur sérlega góð skrokkhögg sigraði Holloway Chope með tæknilegu rothöggi sem tryggði honum 50.000 dollara bónus fyrir rothögg kvöldsins.

Holloway með gott skrokkhögg og spark. Skömmu síðar sigraði hann bardagann.Holloway með gott skrokkhögg og spark. Skömmu síðar sigraði hann bardagann.

 

 

 

 

 

 

Annar spennandi bardagi var viðureign reynsluboltans Tatsuya Kawajiri (33-7-2) og hins ósigraða nýliða Sean Soriano (8-1). Kawajiri keppti á árum áður í Pride og hefur keppt við Takanori Gomi og Gil Melendez. Soriano, sem æfir með Blackzilians liðinu í Flórída, sýndi góða takta á köflum í fyrstu lotunni, meðal annars góða felluvörn. Að lokum reyndist Kawajiri einfaldlega of sterkur og reynslumikill og eftir að hann náði fellu í annari lotu svæfði hann Soriano. Kawajiri er 35 ára gamall og því verður það hálfgert kapphlaup við tímann ætli hann sér að gera atlögu að fjaðurvigtartitlinum. Áður en hann komst á samning hjá UFC hafði hann íhugað að setjast í helgan stein en eftir bardagann lýsti hann yfir áhuga sínum á að berjast við þá bestu í deildinni.

Kawajiri svæfir Soriano snemma í annari lotuKawajiri svæfir Soriano snemma í annari lotu

 

 

 

 

 

 

Aðal bardagi kvöldsins stóð á milli hins belgíska Tarec Saffiedine og Hyun Gyu Lim frá Suður-Kóreu. Þetta var fyrsti bardagi Saffiedine í UFC, en hann var Strikeforce veltivigtarmeistarinn eftir að hann sigraði Nate Marquardt á síðasta bardagakvöldinu Strikeforce, áður en Zuffa keypti þá upp og færði keppendur yfir í UFC. Sá bardagi var fyrir ári síðan og hafði Saffiedine ekkert barist síðan og því veltu menn fyrir sér hvort hann kæmi ryðgaður inn í fyrsta UFC bardagann sinn.

Annað kom þó á daginn, en Saffiedine sýndi sérlega góða frammistöðu og var bardaginn kjörinn bardagi kvöldsins. Bardaginn var einnig skemmtilegt dæmi um tvo ólíka bardagastíla, en Saffiedine er með tiltölulega hefðbundinn og tæknilegan Muay Thai stíl á meðan Lim eltist meira við rothögg og er öllu villtari í nálgun sinni. Fyrsta lotan var nokkuð kaflaskipt en eftir það varð þetta hálfgerð einstefna og Saffiedine byrjaði að hitta Lim ítrekað með spörkum í lappirnar (e. leg kicks). Það er tækni sem hann hefur ítrekað notað í bardögum sínum og voru slík spörk t.d. undirstaðan að sigri hans gegn Marquardt þegar hann vann Strikeforce titilinn. Eftir að þriðju lotu lauk þurfti Lim aðstoð til að komast í hornið sitt eftir að Saffiedine var búinn að höggva hann niður hægt og rólega með spörkum.

Lim á erfitt með að standa í lappirnar eftir ítrekuð ‘leg kicks’

Lim sýndi þó ótrúlega þrautsegju og hélt áfram að berjast. Saffiedine hélt áfram að sparka í vinstri löppina og ekkert benti til þess að Lim ætti nokkurn möguleika á að sigra bardagann. Í fimmtu lotu mátti þó engu muna að Lim tækist að stela sigrinum eftir að hann hitti Saffiedine með nokkrum góðum höggum og var Saffiedine heppinn að þrauka út lotuna. Í raun var ótrúlegt að Lim væri enn standandi eftir öll þessi spörk og því var endirinn á lotunni magnaður. Þrátt fyrir tapið sýndi Lim fram á að hann er grjótharður og gefst aldrei upp.

Lim var nálægt því að stela sigrinumLim nálægt því að stela sigrinum

 

 

 

 

 

 

Bardaginn var skólabókardæmi um hve áhrifarík “leg kicks” geta verið. Eftir að Anderson Silva braut á sér löppina við að reyna slíkt um síðustu helgi má telja líklegt að einhverjir hafi hugsað sig tvisvar um áður en þeir nýta þessa tækni en menn eins og Saffiedine og fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo hafa sýnt hversu vel slík spörk geta virkað. Þeir höggva andstæðinginn einaldlega niður með endurteknum spörkum og eftir því sem líður á loturnar á andstæðingurinn sífellt erfiðara með að hreyfa sig.

UFC Fight Night: Saffiedine v Lim

Eftir þennan bardaga hefur Saffiedine stimplað sig inn í topp 10 í veltivigtinni. Næst á dagskrá gæti verið bardagi gegn mönnum eins og Martin Kampmann, Jake Ellenberger eða Matt Brown og verður athyglisvert að sjá hvernig honum vegnar gegn tæknilegri andstæðingi. Lim sýndi ótrúlega þrautsegju að halda áfram að berjast en tókst ekki að ógna Saffiedine að viti, fyrir utan síðustu 10 sekúndurnar í fimmtu lotu.

Þeir sem vert er að fylgjast nánar með árið 2014:

Max Holloway: Mjög líklega ein besta frammistaða hans í búrinu og sýndi mikla yfirvegun þegar hann kláraði bardagann.

Dustin Kimura: Heldur áfram að vinna með uppgjafartaki og hefur sigrað alla bardaga sína í UFC með uppgjafartaki. Í þetta sinn var það góður ‘armbar’ lás af bakinu í fyrstu lotu.

Tatsuya Kawajiri: Tapaði síðast árið 2011 gegn Gilbert Melendez. Aldurinn er honum ekki hliðhollur og fjaðurvigtardeildin er sterk þessa dagana, en það er aldrei að vita.

Sean Soriano: Þrátt fyrir að hafa tapað sínum bardaga var augljóst að hann er hæfileikarríkur. Að berjast í fyrsta sinn í UFC gegn andstæðingi með 42 bardaga á bakinu er ekkert grín og reynsluleysið spilaði aðeins inní þegar hann lét fella sig í annari lotunni. Á bara eftir að verða betri.

Þeir sem ættu kannski að gera eitthvað annað árið 2014:

Quinn Mulhern: Mulhern sýndi verulega dapra frammistöðu. Allar fellutilraunir hans voru kærulausar og hann dró andstæðing sinn ítrekað í ‘guard’ en sótti síðan ekkert af bakinu. Eftir bardagann lagði hann hanskana á hilluna aðeins 29 ára að aldri.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular