Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Singapore

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Singapore

UFC-600x600

UFC Fight Night 34: Singapore var að hefjast fyrir skömmu. Kortið lítur ekkert sérstaklega vel út á pappír, sérstaklega eftir að Ellenberger datt út, en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju það verður gaman að horfa á það.

  • Tarec Saffiedine: Síðasti Strikeforce veltivigtarmeistarinn berst nú í fyrsta sinn í UFC eftir árs bið. Hann hefur tvisvar verið bókaður í bardaga en þurft að draga sig úr bardögunum vegna meiðsla. Síðast sigraði hann Nate Marquardt með miklum yfirburðum og sýndi frábæra sparktækni sem rústaði vinstri löppinni á Marquardt. Hann er enn á topp 10 í veltivigtinni eftir síðasta sigur og fær nú tækifæri til að sanna að hann eigi heima svona ofarlega.
  • Hyung Gyu Lim: Þessi 28 ára Kóreumaður er á uppleið og margir spá því að hann gæti orðið framtíðarstjarna í UFC. Hann er 188 cm á hæð og einn hæsti veltivigtarmaður UFC. Hann fær nú veglega prófraun í þessum bardaga og hefur í raun ekki miklu að tapa. Ef hann sigrar verður hann kominn mun ofar á lista yfir bestu veltivigtarmenn heims.
  • Hversu góður er Tatsuya Kawajiri árið 2014? Gríðarleg spenna er fyrir innkomu Kawajiri í UFC. Hann er nánast alltaf skemmtilegur á að horfa á og gæti verið virkilega spennandi viðbót við fjaðurvigtina. Einu töpin hans síðustu 7 ár komu gegn Gilbert Melendez, Eddie Alvarez og Shynia Aoki, engin smánöfn þarna á ferð. Hann hefur keppt í fjaðurvigt undanfarin 2 ár og er ósigraður þar. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann sé að koma of seint í UFC en hann er 35 ára gamall.
  • Karate gæji mætir á svæðið: Það er alltaf gaman að sjá “strikera” sem eru með öðruvísi stíl heldur en þessi hefðbundni box eða kickbox stíll. Katsunori Kikuno notar karate mikið í sínum bardögum og verður gaman að sjá hvernig hann notar það í bardaga sínum á eftir.
  • Stærsti fjaðurvigtarmaður heims mætir: Will Chope keppir í fjaðurvigtinni gegn Max Holloway. Chope hlítur að vera einn hávaxnasti, ef ekki sá hávaxnasti, fjaðurvigtarmaður heims en hann er 193 cm á hæð! Hann mætir Holloway sem er sjálfur frekar hávaxinn fjaðurvigtarmaður en er samt 13 cm lægri.
  • Margir nýliðar: Það er alltaf gaman að fylgjast með hvernig nýliðum gengur í sínum fyrsta UFC bardaga. Sumir þrífast á slíkri pressu á meðan aðrir finna fyrir svo kölluðum “octagon jitters” og standa ekki undir væntingum. Á þessu bardagakvöldi eru hvorki meira né minna en 17 nýliðar! Af 10 bardögum kvöldsins eru 6 bardagar þar sem nýliði mætir nýliða.
  • Bardagarnir eru á eðlilegum tíma: Í stað þess að horfa á bardagana um miðja nótt eða daginn eftir er nú hægt að horfa á þá í beinni útsendingu yfir miðjan daginn!
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular