Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaDominick Cruz meiddur, Barão krýndur meistari

Dominick Cruz meiddur, Barão krýndur meistari

Dominick-Cruz-201-WEC-53-460x270

Þær hörmulegu fréttir voru að berast frá UFC að Dominick Cruz muni ekki berjast við Renan Barão eins og stefnt var að 1. febrúar. Cruz barðist síðast í október árið 2011 en hefur verið frá keppni vegna meiðsla í hné. Að þessu sinnu er það meiðsli í nára sem hrjá kappann. Renan Barão hefur í fjarveru Cruz haldið þyngdarflokknum gangandi og hefur verið kallað “interim” (millibils) meistari. Í kjölfar þessa atburða hefur Barão nú verið krýndur UFC meistari í bantamvigt þar sem ekki er hægt að bíða lengur eftir Cruz. Í stað Cruz verður það Urijah Faber sem fær annað tækifæri á móti Barão á UFC 169 en þeir börðust í UFC 149 þar sem Barão sigraði sannfærandi á stigum. Síðan þá hefur Faber verið á ótrúlegri siglingu en hann hefur sigrað fjóra andstæðinga sannfærandi. Þetta eru leiðinlegar fréttir fyrir Cruz sem var loksins að koma til baka og í einn stærsta bardaga á hans ferli og skelfilegar fréttir fyrir MMA aðdáendur. MMA Fréttir geta ekki annað en vonað að Cruz jafni sig og komi enn sterkari til baka þar sem hann er enn réttu megin við þrítugt.

urijah-faber-vs-renan-barc3a3o

RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Það er ekkert réttu megin við þrítugt til 😉

    En mjög mikil vonbrigði! En gott samt að þeir eigi Faber tilbúinn þarna sem á algerlega skilið title shot og verður álíka jafn spennandi bardagi í mínum augum!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular