spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Lil Nog þykist vera Big Nog í Pride

Jólaþjóðsagan: Lil Nog þykist vera Big Nog í Pride

rodrigorogerionogueira2hs
Big Nog til vinstri og Lil Nog til hægri.

Þá er komin Þorláksmessa og næst síðasti jólasveinninn kominn til byggða. Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki. Jólaþjóðsaga dagsins á þessari Þorláksmessu segir frá Big Nog og Lil Nog.

Flestir bardagaáhugmenn þekkja tvíburabræðurna Antônio Rodrigo Nogueira og Antônio Rogério Nogueira, betur þekkta sem Big Nog og Lil Nog. Eins og gefur að skilja eru þeir bræður nauðalíkir þrátt fyrir að annar berjist í þungavigt en hinn í léttþungavigt.

Big Nog er þekktur fyrir að vera alltaf seinn og talað um að hann kunni ekki á klukku. Hann hefur misst af ótal mörgum flugum einfaldlega vegna þess að hann var of seinn. Í bókinni „The Fighters Mind“ eftir Sam Sheridan kemur fram skemmtileg saga af því hvernig Big Nog tókst næstum því að missa af bardaga sínum gegn Fedor Emelianenko út af eigin klúðri.

Bardaginn átti að fara fram 31. desember í Pride Shockwave 2004. Big Nog missti hins vegar af fluginu sínu nokkrum dögum áður og þurfti því að bóka annað flug. Þetta seinna flug Big Nog var í tæpasta lagi þar sem hann myndi lenda 31. desember. Þetta átti þó að sleppa þar sem bardaginn var seint um kvöldið og hann átti að lenda nokkrum klukkutímum áður.

Þetta sama kvöld var mikill snjóstormur í Japan og miklar tafir á öllum samgöngum. Þegar bardagakvöldið átti að byrja var Big Nog ennþá fastur í umferð á leið sinni á leikvanginn! Í Pride keppnunum voru allir keppendur kvöldsins kynntir til leiks með flottri innkomu í salinn áður en fyrsti bardaga kvöldsins byrjaði. Þegar þetta innkomuatriði var að byrja var Big Nog ekki mættur!

Menn dóu þó ekki ráðalausir þar sem Lil Nog var á staðnum. Því var hann fenginn til að klæða sig upp í föt af Big Nog og þóttist vera tvíburabróðir sinn í þessu innkomuatriði. Big Nog kom á leikvanginn stuttu síðar og barðist við Fedor Emelianenko það kvöld. Big Nog tapaði eftir dómaraákvörðun í sögulegum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular