spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Nick Diaz gegn Joe Riggs á sjúkrahúsi

Jólaþjóðsagan: Nick Diaz gegn Joe Riggs á sjúkrahúsi

Riggs-vs-Diaz-2Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki. Í dag rifjum við upp spítalaslagsmálin milli Nick Diaz og Joe Riggs.

Áður en Nick Diaz og Joe Riggs áttu að berjast á UFC 57 var heitt í kolunum og voru þeir duglegir að láta hvorn annan heyra það í fjölmiðlum. Joe Riggs sigraði Nick Diaz eftir dómaraúrskurð en deilum þeirra var ekki lokið. Á spítalanum eftir bardagann fór allt úr böndunum.

Tvær hliðar eru á málinu en sjónarvottar segja að starfsmaður spítalans hafi verið að skoða hendi Joe Riggs, sem var með vökva í æð, þegar Nick Diaz lætur sjá sig og þeir fara strax að rífast um hvor hafi sigrað bardagann og ausa fúkyrðum yfir hvorn annan. Þeir voru strax aðskildir en það sem gerðist næst eru þeir báðir ósammála um.

Nick Diaz kýldi Riggs þar sem Riggs féll niður. Riggs reyndi strax að taka Diaz niður en sjónarvottar hafa staðfest það. Þeir slógust út um allt og á meðan þeir slógust var Riggs enn með slönguna í æðinni svo blóð frussaðist um allt. Öryggisverðir komu og aðskildu þá en þeir voru tilbúnir með rafstuðsbyssur ef þeim tækist ekki að sundra þá með venjulegum leiðum.

Eftir að hafa verið aðskildir héldu þeir áfram að rífast en síðar kom lögreglan og sagan segir að Nick Diaz hafi gefið einum lögreglumanninum eiginhandaráritun. Margar útgáfur eru af sögunni enda ein þekktasta þjóðsaga MMA heimsins og ómögulegt að vita hver sé að segja satt og rétt frá.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular