spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu þungavigtar bardagar í sögu UFC

Föstudagstopplistinn: 10 bestu þungavigtar bardagar í sögu UFC

Núna um síðustu helgi urðum við vitni að einum rosalegasta þungavigtar bardaga allra tíma. Mark Hunt og ”Bigfoot” Silva börðu hvern annan í fimm lotur þar til báðir voru örmagna. Blóðið rann óspart úr andliti Silva og Hunt var nánast einfættur eftir spörkin frá ”Bigfoot”. En hvar stendur þessi bardagi þegar litið er yfir sögu þungavigtarmannanna í UFC? Þessi listi er afmarkaður við UFC en það hafa auðvitað verið margir góðir í öðrum samböndum. Þeir sem koma helst upp í hugann eru bardagar Fedor Emelianenko á móti Mirko Cro Cop, Kevin Randleman og Antonio Rodrigo Nogeira í Pride.

Það er ekki eins einfalt og það hljómar að raða upp bardögum í gæðaröð. Það eru ýmis atriði sem hafa þarf í huga eins og hvort það skipti máli hvað sé í húfi. Skiptir það máli hvort bardaginn sé titilbardagi? Til að komast á listann þarf að vera drama, óvænt atvik og söguþráður.  Af því að 10 er góð tala koma hér 10 bestu UFC bardagar í þungavigt að mati höfundar:

Nogueira_sylvia

10. UFC 81 – Antonio Rodrigo Nogueira vs. Tim Sylvia

Þessi bardagi var kannaski ekki mikið fyrir augað en hann var spennandi. Sylvia gekk vel standandi en hinn ódrepandi Nogueira lifði af og kláraði að lokum bardagann með ”guillotine”.

UFC on FUEL TV: Struve v Hunt

9. UFC on Fuel TV 8 –  Mark Hunt vs. Stefan Struve

Þessi bardagi var ekki ólíkur bardaga Hunt við Silva. Struve gerði þau mistök að halda minni manninum ekki frá sér með faðmlengdinni og var fyrir vikið rotaður og kjálkabrotinn. Hunt getur slegið.

nogueira vs mir

8. UFC 140 – Frank Mir vs. Antonio Rodrigo Nogueira

Þessir kappar mættust fyrst í UFC 92 þar sem Mir rotaði Nogueira í annarri lotu. Það sem fólki langaði hins vegar mest að sjá er hvað myndi gerast ef bardaginn færi í gólfið? Það gerðist í þessum bardaga eftir að Nogueira hafði fyrst náð yfirhöndinni standandi. Mir komst fljótlega í betri stöðu, ógnaði Nogueira með kimura taki og handleggsbraut hann að lokum á eftirminnilegan hátt. Mir varð þar með sá fyrsti til að sigra Nogueira með uppgjafartaki (og reyndar sá fyrsti til að rota hann eftir fyrri bardagann).

hunt vs silva

7. UFC Fight Night 33 – Mark Hunt vs. Antonio Silva

Það þarf varla að rifja upp stríðið um síðustu helgi. Þessi bardagi fór kannski hægt í gang en maður lifandi þegar þeir byrjuðu hættu þeir ekki! Hunt náði að meiða Silva sem virtist vera að sigra á stigum. Að lokum var jafntefli sennilega besta niðurstaðan. Á hann að vera ofar eða neðar á listanum?

couture sylvia

6. UFC 168 – Randy Couture vs. Tim Sylvia

Þessi bardagi er einn sá magnaðasti í sögu UFC. Couture var talinn geðveikur að skora á hinn miklu stærri Sylvia eftir að Chuck Liddell hafði rotað hann í tvígang. Couture kom hins vegar öllum á óvart með því að sigra Sylvia með yfirburðum á stigum og þar með taka titilinn. Hann tók Sylvia ítrekað í gólfið og stjórnaði honum en það sem kom mest á óvart var hversu vel honum gekk standandi á móti miklu stærri manni.

kongo_vs_barry

5. UFC on Versus 4 – Cheick Kongo vs. Pat Barry

Þessi bardagi kom öllum að óvörum. Kongo og Barry ákváðu að láta hendurnar vaða, gefa skít í vörn og sjá hver myndi falla fyrr. Barry var nánast búinn að rota Kongo þegar hann vaknaði til lífsins og slökkti á Barry þegar tæpar þrjár mínútur voru búnar af fyrstu lotu.

couture rizzo

4. UFC 31 – Randy Couture vs. Pedro Rizzo

Þeir kappar börðust tvisvar. Þessi bardagi var sá fyrri og sá betri. Rizzo er betri standandi og sparkaði duglega í fætur Couture. Þetta var stríð í fimm lotur en það sem gerði út af við bardagann voru glímuhæfileikar Couture og seigla. Mjög eftirminnilegur bardagi en Randy sigraði að lokum á stigum.

couture nogueira

3. UFC 102 – Randy Couture vs. Antonio Rodrigo Nogueira

Þessar tvær goðsagnir mættust árið 2009 í bardaga sem margir höfðu beðið lengi eftir. Bardaginn var mjög spennandi, báðum tókst að vanka hinn með höggum og á gólfinu skiptust þeir á að snúa stöðunni við og komast í ráðandi stöðu. Á endanum var það Couture sem varð þreyttari en hann náði að lifa af jiu jitsu árásir Nogueira sem vann á stigum.

lesnar-carwin

2. UFC – 116 Brock Lesnar vs. Shane Carwin

Önnur titlvörn Brock Lesnar var sláandi, bókstaflega. Lesnar mætti Shane Carwin sem var góður glímumaður en fyrst og fremst rotari. Fyrir bardagann við Lesnar hafði Carwin klárað alla 12 bardaga sína í fyrstu lotu.

Í fyrstu lotu bardagans sló Carwin Lesnar niður og barði hann sundur og saman. Dómarinn var hársbreidd frá því að stöðva bardagann en Lesnar lifði af. Í annarri lotu var Carwin örmagna. Lesnar komst í ráðandi stöðu á gólfinu og kláraði bardagann með uppgjafartaki (side choke, eða arm triangle).

velasquez_vs_lesnar

1. UFC 121 – Cain Velasquez vs. Brock Lesnar

Það var mikil spenna fyrir þennan bardaga. Lesnar var ógurlega glímutröllið sem var búinn að koma sér á toppinn á met tíma. Velasquez var undrabarnið frá Mexíkó sem átti að verða stjarna, spurningin var bara hvort nú yrði tíminn. Sjaldan hefur verið meira í húfi.

Í byrjun bardagans keyrði Lesnar á Velasquez eins og naut og reyndi að taka hann í gólfið. Velasquez skoppaði hins vegar á fætur, varðist áras Lesnar með gagnárás. Höggflétta frá Velasquez gerði að lokum út af við Lesnar. Fullkominn stormur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular