spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones aftur sviptur titlinum

Jon Jones aftur sviptur titlinum

jon-jones-ufc-200-press-01-750x370Jon Jones var rétt í þessu sviptur léttþungavigtartitlinum sínum. Jones var svo kallaður bráðabirgðarmeistari (e. interim champion) en hefur nú verið sviptur þeim titli.

Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Jones er sviptur titli í UFC. Í maí 2015 var Jones sviptur léttþungavigtartitlinum sínum eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið af vettvangi.

Hann snéri svo aftur í búrið í apríl á þessu ári en upphaflega átti hann að mæta meistaranum Daniel Cormier. Cormier meiddist hins vegar þremur vikum fyrir bardagann og mætti Jones þess í stað Ovince St. Preux um svo kallaðan bráðabirgðartitil. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en beltin voru aldrei sameinuð.

Jon Jones féll á lyfjaprófi í aðdraganda bardaga hans gegn Daniel Cormier á UFC 200 og var bardaginn sleginn af borðinu. Gerðardómur USADA komst fyrr í vikunni að þeirri niðurstöðu að ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones reyndust hafa komið úr stinningarlyfi. Hann fékk því eins árs bann frá USADA og hefur nú verið sviptur titlinum.

Jon Jones er sá fyrsti í sögu UFC til að vera sviptur alvöru titli og bráðabirgðartitli.

„Hann var bráðabirgðarmeistarinn þar sem hann átti að berjast um titilinn í apríl. Við gáfum honum þetta belti,“ sagði Dana White við 5ive Rounds hlaðvarpið.

„Eftir allt það sem búið er að gerast er út í hött að hann sé ennþá bráðabirgðarmeistarinn. Jon Jones hefur klúðrað svo ótrúlega miklu. Sá hæfileikaríkasti og sá sem hefur klúðrað mestu frá upphafi.“

Heimild: ESPN

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular