Saturday, April 27, 2024
HomeErlentJohn Kavanagh: Alvarez bardaginn aðeins auðveldari leið að beltinu en Rafael dos...

John Kavanagh: Alvarez bardaginn aðeins auðveldari leið að beltinu en Rafael dos Anjos

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Aðeins nokkrir dagar eru í UFC 205 og til að drepa tímann fram að því keppast fjölmiðlar um að spá í spilin. Þjálfari Conor McGregor, John Kavanagh, átti samtal við MMA Junkie þar sem hann fór aðeins yfir hans sýn á atburðarrás síðustu mánaða.

Eins og Kavanagh sér þetta þá varð leið Conor McGregor að titilinum í léttvigt aðeins auðveldari en hún hefði verið ef hann hefði mætt Rafael dos Anjos eins stefnt var að á sínum tíma. Eins og flestir muna þá átti McGregor að berjast við þáverandi léttvigtarmeistara, Rafael dos Anjos, á UFC 196 í mars en þar sem dos Anjos meiddist barðist hann við Nate Diaz og við munum öll hvernig það fór. Öðrum bardaga síðar gegn Diaz ætlar McGregor nú aftur að berjast um beltið í léttvigt en að þessu sinni gegn Eddie Alvarez.

conor McGregor Eddie Alvarez UFC New York

 

Eins og Kavanagh metur þessa bardagamenn, þ.e. dos Anjos og Alvarez, þá telur hann Alvarez henta sínum manni betur. Rafael dos Anjos er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu á meðan Alvarez ætti að vera viðráðanlegri á gólfinu. Alvarez er líklegri til að nota glímu, halda McGregor niðri og koma inn einstaka höggum á meðan dos Anjos er betri í uppgjafartökum. Standandi ættu þeir að vera svipaðir að sögn Kavanagh. Báðir eru líklegir til að reyna nokkur högg og fara svo í fellu. Á heildina litið sér Kavanagh Alvarez sem auðveldari andstæðing.

McGregor er talinn aðeins líklegri til sigur samkvæmt veðbönkum. Sumir hafa áhyggjur af sliti og þreytu en McGregor hefur barist mjög oft – nú síðast fimm lotu bardaga gegn Nate Diaz í ágúst. John Kavanagh lítur á þetta sem kost en ekki galla.

Að hans sögn er McGregor bestur þegar honum er haldið vel við efnið svo lengi sem það eru engin meiðsli að hrjá hann. Löng pása á milli bardaga getur orðið til þess að hann ofhugsi hlutina sem getur valdið taugatitringi. Með því að berjast oft ertu vanur því og átt auðveldara með að tækla þær tilfinningar sem fylgja því að berjast.

mcgregor-mendes

Aðspurður um framhaldið telur Kavanagh léttvigt sennilega vera rétta þyngdarflokkinn fyrir Conor McGregor. Hann notaði Gullbrá líkinguna þar sem í fjaðurvigt var grauturinn aðeins of kaldur og í veltivigt aðeins of heitur.

Varðandi bardagann við Alvarez talaði Kavanagh um að faðmurinn muni skipta miklu máli. McGregor er með talsvert lengri faðm en Alvarez og það gera McGregor auðveldara fyrir að koma inn stungum og halda honum frá sér. Alvarez mun sennilega verða þyngri en faðmurinn mun vera það sem skilur að. Hann sér bardagan ekki ósvipaðan Chad Mendes bardaganum og spáir svipaðri úrkomu, rothögg í 2. lotu.

Það kemur svo í ljós á laugardaginn hvort John Kavanagh hafi rétt fyrir sér eða ekki. UFC 205 fer fram þá en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular