Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentRashad Evans mætir ekki Tim Kennedy á UFC 205

Rashad Evans mætir ekki Tim Kennedy á UFC 205

tim-kennedy-vs-rashad-evans-ufc-205Brett Okomoto hjá ESPN sagði fyrr í kvöld að bardagi Rashad Evans og Tim Kennedy sé ekki lengur á UFC 205. Þessar upplýsingar fékk hann frá Dana White, forseta UFC.

Samkvæmt tístinu kom upp vandamál í læknisskoðun Rashad Evans. Bardaginn átti að fara fram í millivigt og hefði orðið fyrsti bardagi Evans í þyngdarflokknum eftir langa veru í léttþungavigt.

Rashad Evans er 37 ára gamall en bardaginn á laugardaginn hefði verið fyrsti bardagi Evans í UFC sem er ekki á aðalhluta bardagakvöldsins. Tim Kennedy er eflaust svekktastur með þetta enda hefur hann ekki barist í rúm tvö ár. Enn sem komið er veit hann ekkert..

Meiri upplýsingar eiga eftir að koma í ljós en UFC 205 fer fram á laugardaginn í Madison Square Garden í New York.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular