spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones gæti snúið tilbaka í nóvember

Jon Jones gæti snúið tilbaka í nóvember

Jon Jones deildi því nýlega á X að hann sé að stefna á endurkomu 9. nóvember í Madison Square Garden. Hann sagði að það virkar eins og draumur en það er raunverulega að fara að gerast. Að öllum líkindum mun hann mæta Stipe Miocic en þeir voru upphaflega paraðir saman til að berjast einmitt þar í nóvember í fyrra áður en Jones meiddist á öxl.

Bráðabirgða (Interim) þungavigtarmeistarinn Tom Aspinall hefur sakað Jon Jones um að tefja fyrir deildinni með fjarveru sinni eftir að hann sigraði Cyril Gane fyrir óumdeilda titilinn en Aspinall hefur á meðan varið sinn bráðabirgða titil, sem við sjáum ekki oft gerast. Margir hafa sakað Jon Jones um að vera hræddur við Tom Aspinall og að hann hafi einungis áhuga á að taka einn loka bardaga við Stipe Miocic sem verður orðinn 42 ára í nóvember. Einn loka bardagi þar sem líkurnar verða að teljast vægast sagt honum í hag.

Núna er Alex Peirera búinn að blanda sér í umræðuna, hann segist vilja berjast í þungavigt en hann hefur bæði unnið titla í millivigt og léttþungavigt. Léttþungavigtartitilinn varði hann gegn Jiri Procházka á dögunum og gæti hann orðið fyrsti bardagamaðurinn til að vinna titilinn í þremur þyngdarflokkum. Það eru því komnir 3 spennandi mögulegir andstæðingar fyrir Jones: Miocic, Aspinall og Pereira.

Jon Jones sem er duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum hafði þetta um málið að segja: “Þegar ég sigra Miocic gæti ég gefið [Alex Pereira] tækifæri, en aðeins ef hann vinnur Aspinall. Það yrði auðvelt kvöld fyrir mig, ég myndi hengja hann eins og ég gerði við Gane. Ég er konungur frumskógarins”

Nánast hver maður í MMA samfélaginu hefur tjáð sig um Jon Jones og hans framtíð undanfarið og nýlega hvatti Daniel Cormier, fyrrum erkióvinur Jones, hann til þess að gefa Pereira tækifæri. Rampage Jackson sagði líka fyrir skömmu í podcast þætti sínum að bráðum muni koma stórar fréttir af Jon Jones sem muni koma öllu MMA samfélaginu í opna skjöldu en gaf ekkert meira upp.

Það er því ýmislegt í kortunum og áhugavert verður að fylgjast með framgangi mála.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular