spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones grét á blaðamannafundi - Segist vera saklaus

Jon Jones grét á blaðamannafundi – Segist vera saklaus

Jon JonesJon Jones talaði við fjölmiðla rétt í þessu eftir skandalinn í morgun. Jones er sagður hafa fallið á lyfjaprófi og mun ekki berjast gegn Daniel Cormier á laugardaginn. Jones heldur fram sakleysi sínu.

Blaðamannafundurinn var snemma í morgun í Las Vegas. Jones byrjaði fundinn á stuttri yfirlýsingu þar sem hann bað aðdáendur, vini, fjölskyldu, UFC og Daniel Cormier afsökunar á öllu þessu. Umboðsmaður hans, Malki Kawa, tók við og sagði að Jon Jones hefði ekki vísvitandi tekið inn ólögleg frammistöðubætandi efni.

Jones yfirgaf blaðamannafundinn í skamma stund þar sem hann var í uppnámi. Hann snéri aftur í sætið sitt og felldi tár er hann hélt fram sakleysi sínu. Hann átti greinilega mjög erfitt með að tjá sig og tók hann sér góðan tíma í að svara. Jones og hans lið kannast ekkert við efnið sem á að hafa fundist í lyfjaprófi hans en telja það koma frá fæðubótarefni.

Malki Kawa sagði að B-sýni lyfjaprófsins sé í rannsókn eins og stendur og búast þeir við að niðurstaða lyfjaprófsins komi í kvöld. Kawa vonast til þess að B-sýnið sýni aðra mynd en útilokað er að Jones berjist á laugardaginn, hvernig sem niðurstaða B-sýnisins verður. Kawa vildi ekki fara í smáatriði hvers konar efni þetta var en Jones segist hafa verið að taka nánast öll þau sömu fæðubótarefni allan sinn feril.

Jones sagðist ætla að fara heim til Albuquerque í dag og þarf að eiga samtal við skilorðsfulltrúann sinn.

Þrátt fyrir allt sem Jones hefur gert af sér höfum við aldrei séð hann í svona miklu uppnámi eins og í dag. Tilfinningarnar báru hann ofurliði og gat hann ekki haldið tárunum aftur. Undir lok fundarins var hann brattari og ætlar hann ekki að láta þetta brjóta sig.

Jones gæti fengið tveggja ára bann verði hann fundinn sekur um neyslu frammistöðubætandi efna. Hann segist þó ætla að koma aftur fái hann tveggja ára bann.

Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular