spot_img
Saturday, December 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones hafði ekki áhuga á að gangast undir auka lyfjapróf

Jon Jones hafði ekki áhuga á að gangast undir auka lyfjapróf

Jon Jones vildi ekki gangast undir frekari lyfjapróf fyrir bardaga sinn gegn Alexander Gustafsson heldur en nauðsynlegt var. Jones mun gangast undir lyfapróf af USADA en fannst óþarfi að bæta við fleiri lyfjaprófum.

Jon Jones fékk á dögunum bardagaleyfið sitt endurnýjað í Kaliforníu. Jones féll á lyfjaprófi eftir sigur sinn á Daniel Cormier í júlí 2017 og fékk í kjölfarið 15 mánaða keppnisbann. Jones missti bardagaleyfið sitt í kjölfarið en banninu hans lauk í október og fékk hann leyfið sitt endurnýjað á dögunum.

Þegar Jones mætti fyrir íþróttasamband Kaliforníu (California State Athletic Commission, CSAC) var Jones meðal annars sagður versti svindlari í sögu íþrótta ef hann væri í raun og veru að reyna að svindla með því að taka inn frammistöðubætandi efni. CSAC telur að hann hafi ekki vísvitandi svindlað enda féll Jones á eina lyfjaprófinu sem hann vissi nákvæmlega hvenær færi fram en stóðst öll óvæntu lyfjaprófin.

CSAC stakk upp á að Jones myndi gangast undir frekari lyfjapróf af VADA (Voluntary Anti-Doping Association) sem hefði þá verið viðbót við USADA lyfjaprófin. CSAC hefði því séð um allan kostnað af þessum auka lyfjaprófum en sagði það alls ekki skyldu Jones að gangast undir þessi auka lyfjapróf. Þessi VADA lyfjapróf voru að mati CSAC bara „leið til að taka frá allan vafa um að Jones sé í raun og veru besti bardagamaður í heimi og hann geti barist án þess að vera á efnum,“ eins og nefndarmenn sögðu þegar tillagan var borin undir Jones. Nefndarmenn sögðu einnig að VADA lyfjaprófin myndu bæta orðspor hans en ítrekuðu að þau væru alls ekki skylda til að fá bardagaleyfið aftur.

Jones neitaði hins vegar að gangast undir þessi auka lyfjapróf og lætur USADA lyfjaprófin nægja. Jones hefur þegar verið tekinn í 10 lyfjapróf af USADA samkvæmt gagnagrunni þeirra en USADA sér um öll lyfjamál UFC.

Jones mætir Alexander Gustafsson á UFC 232 þann 29. desember. Þetta verður fyrsti bardagi Jones síðan hann kláraði Daniel Cormier í júlí 2017.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular