spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones handtekinn fyrir ölvunarakstur

Jon Jones handtekinn fyrir ölvunarakstur

Jon Jones var enn og aftur að komast í kast við lögin. Jon Jones var handtekinn í nótt fyrir ölvunarakstur.

Jon Jones var handtekinn kl. 1 í nótt af lögreglunni í Albuquerque fyrir ölvunarakstur og vanrækni á skotvopnum en honum hefur verið sleppt úr haldi.

Samkvæmt lögregluskýrslu var lögreglan kölluð út vegna skothljóða. Þar fannst Jones ölvaður í bíl sínum undir stýri. Jones sagðist ekki vita neitt um nein skothljóð.

Jones viðurkenndi fyrir lögregluþjónum að hann hefði verið að keyra fyrr um kvöldið og ætlaði sér að halda áfram að keyra. Jones var látinn blása og var áfengismagnið í blóðinu tvöfalt meira en leyfilegt er.

Jones var handtekinn en svört skammbyssa fannst undir sætinu í bifreið hans ásamt flösku af El Recuerdo (áfengið sem Jorge Masvidal er með). Lögreglan rannsakar nú skammbyssuna en Jones er sakaður um að hafa skotið úr henni ölvaður áður en lögreglan kom á staðinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jones kemst í kast við lögin. Árið 2012 var Jones handtekinn fyrir ölvunarakstur eftir að hafa keyrt Bentley bifreið sína á ljósastaur. Jones fékk sekt og missti ökuleyfið í hálft ár.

Árið 2015 varð Jones valdur að tveggja bíla árekstri eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi. Jones flúði vettvang og gaf sig ekki fram fyrr en daginn eftir. Annar ökumanna bílsins sem hann keyrði á var ólétt kona en Jones fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september 2015.

Það verður áhugavert að sjá hvað kemur úr þessu en Jones er enn ríkjandi léttþungavigtarmeistari UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular