spot_img
Wednesday, December 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones leggur upp fimm ára plan

Jon Jones leggur upp fimm ára plan

Jon Jones hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið enda hefur hann verið duglegur að koma nafni sínu í fjölmiðla hvort sem það er vegna framstöðu sinnar í búrinu, mögulega framtíðarbardaga eða vegna slæmrar hegðunar í sínu persónulega lífi.

Jones hefur verið upptekinn af því undanfarið hvaða bardagar bæti við arfleifð hans í UFC og er greinilega farinn að undirbúa hvernig hans verður minnst eftir að hann hættir að berjast. Jones kom fram á youtube-rás Alez Gonzales þar sem hann segir að peningar væru mikil hvatning fyrir sig og að þeir sem segja að peningar séu ekki í það minnsta hvati á bak við ákvarðanir séu að segja ósatt. Sagði Jones að peningar væru ekki eini hvatinn hans en hann kvaðst elska UFC og að það væri einnig hvati til að standa sig vel fyrir bardagasamtökin. Jones kvaðst þá elska að slá met og koma nafni sínu í sögubækurnar en Jones er viss um að nafn hans muni lifa áfram í sögubókum UFC og að hans verði minnst sem einum af bestu bardagamönnum samtakanna.

Jones sagði þá Dana White hafa sagt honum að hann ætti ekki að hugsa of mikið um peninga þegar hann væri að ákveða bardaga. Jones sagði að það hafi verið sannara en mörg orð, enda hafi það verið hans reynsla að því minna sem hann hugsi um peninga, og meira þá um aðrar hliðar á mögulegum bardögum, því meira af peningum hafi flotið til hans.

Jones birti þá myndfærslu úr verkefni sem hann vinnur að í kvikmynd í færslu á Instagram þar sem hann lagði fram mögulegt fimm ára plan. Hann langar að sigra einn eða tvo bardaga í UFC og taka eins mikinn pening með í bankann og hann getur úr samtökunum og síðan leggja grunn að ferli í leiklist.

Jon Jones er stórkostlegur bardagamaður sem hefur oftar en ekki komið sér í fyrirsagnir fyrir rangar ákvarðanir í sínu persónulega lífi. Hann er þrátt fyrir allt einn besti bardagamaður allra tíma og hefur fátt getað stöðvað hann þegar hann hefur sett sér markmið. Hvort fortíð Jones komi í veg fyrir að hann fái tækfæri í Hollwywood en þar hefur slaufunarmenning verið allsráðandi undanfarin ár og getur verið að fortíð Jones bíti hann fast í rassinn ef hann ætlar sér að komast innundir hjá elítunni í Hollywood.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular