spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones stóðst lyfjaprófið sem tekið var á keppnisdag

Jon Jones stóðst lyfjaprófið sem tekið var á keppnisdag

Það eru sjaldan fréttir þegar bardagamenn standast lyfjapróf. Nema þegar um Jon Jones er að ræða. Nú hefur það verið staðfest að Jones stóðst lyfjaprófið sem tekið var daginn sem hann barðist við Alexander Gustafsson.

Örlítið magn af anabólíska steranum turinabol fannst í lyfjaprófi Jon Jones í desember. USADA taldi að efnið hefði ekki komið frá nýjum skammti heldur séu einungis leyfar fyrir efnið sem fannst í lyfjaprófinu í júlí 2017 sem Jones hefur þegar fengið bann fyrir. Jones fékk því að keppa á UFC 232 gegn Alexander Gustafsson.

Nú hefur íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) greint frá því að Jon Jones hafi staðist lyfjaprófið sem tekið var strax eftir bardagann við Alexander Gustafsson á UFC 232. Ekki eitt píkógramm fannst af turinabol steranum í lyfjaprófinu sem USADA tók.

USADA telur að svo kölluð púls áhrif hafi átt sér stað sem gerði það að verkum að efnið fannst á lyfjaprófi hans í desember. Efnið kom upp í örlitlu magni á nokkrum lyfjaprófum í aðdraganda bardagans gegn Gustafsson:

9. ágúst: Ekkert fannst
29. ágúst: 8 píkógrömm fundust
18. september: 19 píkógrömm fundust
21. september: Ekkert fannst
2. október: Ekkert fannst
11. október: Ekkert fannst
14. nóvember: Ekkert fannst
9. desember: 60 píkógrömm fundust

Það er samt ekki þar með sagt að Jones sá algjörlega laus allra mála núna en Jones var einnig tekinn í lyfjapróf af VADA (Voluntarily Anti-Doping Association) síðustu dagana fyrir bardagann og liggja þær niðurstöður ekki fyrir eins og er.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular