Íþróttafrétta fjölmiðilinn ESPN hefur sett saman top 100 lista yfir bestu íþróttamenn 21. aldar nú þegar fjórðungi aldarinnar er að ljúka og lentu 2 UFC bardagamenn á listanum. Jon Jones situr í 66. sæti og 10 sætum neðar, í 76. sæti, situr George St. Pierre.
Listinn, sem gefinn var út á fimmtudaginn, var settur saman af fréttamönnum, greiningaraðilum, framleiðendum, ritstjórum og sérfræðingum og var litið til afreka íþróttafólks frá 1. janúar árið 2000.
Efst á listanum var Michael Phelps (sund) í 1. sæti, Serana Williams (tennis) í 2. sæti og Lionel Messi (fótbolti) í 3. sæti en Jones og GSP voru einu MMA bardagamenn á listanum.
Aðrir bardagaíþróttamenn á listanum eru allt boxarar en Floyd Mayweather situr í 25. sæti, Manny Pacquiao í 71. sæti og Bernard Hopkins í 78. sæti
Mest var um körfu- og hafnaboltamenn á listanum og verður þessi listi því mögulega að teljast svolítið Ameríku miðaður.

Fullan listann má finna hér:
https://www.espn.com/espn/story/_/id/40446224/top-100-athletes-21st-century

