spot_img
Tuesday, January 28, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJones vs. Pereira fyrir BMF beltið

Jones vs. Pereira fyrir BMF beltið

Jon Jones segist vera tilbúinn að leggja frá sér þungavigtarbeltið eftir bardagann gegn Stipe og mæta Alex Pereira fyrir BMF beltið. Báðir menn eru meistarar í tveimur þyngdarflokkum og gætu skrifað sig í sögubækurnar með þriðja titlinum.

Jon Jones sagði í viðtali við Aaron Bronsteter, MMA fréttamann, að það væri svalt að berjast við Alex Pereira um BMF beltið. Hann sagði að hann hafi labbað í burtu frá léttþungavigtartitlinum á sínum tíma og sé alveg til í að gera það aftur, nú frá þungavigtartitlinum, enn á toppnum.

Mikið hefur verið rætt um framtíðar möguleika Jon Jones eftir bardagann við Stipe Miocic sem fer fram næstu helgi í Madison Square Garden. Flestir MMA áhugamenn vilja eflaust sjá hann mæta Tom Aspinall helst og hafa margir gagnrýnt Jones fyrir að skorast undan því. Jones segir að Aspinall hafi ekki sannað nóg og eigi ekki skilið bardaga við sig þrátt fyrir að vera bráðabirgðameistari í þungavigtinni og hafa m.a.s. varið bráðabirgðatitilinn (Interim title).

Samt sem áður yrðu flestir eflaust ánægðir að sjá Jon Jones móti hverjum sem er en auk hugmyndarinnar að mæta Alex Pereira hefur einnig sú hugmynd komið upp að Jones mæti Francis Ngannou í sameiginlegum (crosspromotional) viðburði með UFC og PFL. Dana White sem hefur oft tjáð það að honum þyki Jon Jones besti bardagamaður allra tíma, hefur sagt að hann sé ekki á móti hugmyndinni.

Jon Jones mætir Stipe Moicic næstu helgi á UFC 309. Stipe er af mörgum talinn besti UFC þungavigtar bardagamaður allra tíma og er því um gríðarlegan stóran bardaga að ræða en Stipe er þó orðinn 42 ára gamall, 5 árum eldri en Jones, og hefur ekki barist síðan 2021.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið