spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal: Usman var betri en ég bjóst við

Jorge Masvidal: Usman var betri en ég bjóst við

Jorge Masvidal tapaði fyrir Kamaru Usman í nótt á UFC 251. Masvidal var svekktur með frammistöðuna en er staðráðinn í að fá annan bardaga gegn Usman.

Kamaru Usman sigraði Jorge Masvidal eftir dómaraákvörðun en Usman hafði yfirburði nánast allan tímann. Masvidal kom inn með viku fyrirvara og var svekktur með tapið.

„Ég hata að ná ekki ætlunarverki mínu. Ég ætla ekki að vera með neinar afsakanir. Hann var betri maðurinn í kvöld. Á vissum sviðum var hann betri en ég bjóst við en með betri undirbúningi hefði ég getað vera betri en hann. Mér fannst ég sýna felluvörnina mína vel með 6 daga fyrirvara, það er ekki auðvelt að taka mig niður eða halda mér niðri,“ sagði Masvidal á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Ég gerði mörg mistök. Ég vissi að þolið mitt væri ekki það besta. Í hvert sinn sem ég var að komast í takt festi hann mig og gerði það sem hann vildi. Ég ætla ekki að taka neitt frá honum, hann vann. Ég er til í að gera hvað sem er til að fá annað tækifæri gegn honum og vinna.“

Framhaldið er óljóst hjá Masvidal en bardagar gegn Conor McGregor, Colby Covington eða Leon Edwards koma til greina.

„Ég ætla að taka mér tíma og skoða möguleikana. Ég veit ekki hvort ég berst aftur á þessu ári eða berst bara snemma á næsta ári. Ég mun setjast niður með mínu liði og finna það rétta í stöðunni. Hver sem það verður þá vil ég koma í topp formi, gera þetta rétt og klára einhvern.“

Masvidal fer samt ekki í grafgöturnar með að annar bardagi gegn Usman er það sem hann vill mest og er markmiðið að vinna sig upp í annan bardaga gegn Usman.

„Við munum gera þetta aftur. Ég get ekki beðið. UFC gefur mér andstæðing og ég klára það og kem aftur betri en nokkurn tímann. Ég er ekki að fara neitt án þess að fá beltið. Þetta var ekki mín besta frammistaða en það er hundur í mér sem mun ekki leggjast niður og gefast upp.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular