Jorge Masvidal fetar í fótspor Jon Jones og stendur nú í opinberum deilum við UFC. Masvidal vill fá betur borgað fyrir titilbardaga sinn gegn Kamaru Usman.
Jorge Masvidal varð stór stjarna í MMA á síðasta ári með þremur flottum sigrum. Masvidal var búinn að tryggja sér titilbardaga gegn Kamaru Usman en samningar á milli Masvidal og UFC hafa ekki enn náðst.
Masvidal birti nokkrar færslur á Twitter þar sem hann óskaði meðal annars eftir því að fá samningi sínum við UFC rift.
If I’m not worth it let me go @espn
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
Why make me fight for half of what I made on my last fight cause the other dude can’t draw?
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
Don’t tell me about a pandemic when reports today show highest stock market has ever been. Everybody getting back to work and you buying an island. Stop playing us and the fans #theawakening
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
I’ve been fighting for 16 years and never took a pay cut to entertain the fans. I have to take a pay cut for a title shot? Wtf is wrong with you?
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
History lesson for all the new fans that might have just started following my beautiful sport: 16 yr been at this. Never once turned down a fight. Asked to go fight #3 at the time in his hometown across the pond after a year off. Ko of the year nominee. Asked to fight #5
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
50% of the revenue. I don’t get paid on the hot dog you sell in the arena or the logo on the cage. I’ve never made a dollar on a ticket you sell. I get punched in the face for a living and even I know the pandemic or what’s left of it has nothing to do with it
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
Masvidal sigraði síðast Nate Diaz um BMF titilinn í Madison Square Garden á UFC 244. Bardagakvöldið var stórt og mikið áhorf en það er ekki víst að bardagakvöld Masvidal og Usman verði jafn stórt enda Nate Diaz stór stjarna. Masvidal fékk hluta af Pay Per View sölunni á UFC 244 en ef bardaginn gegn Usman selst ekki vel fær Masvidal minni tekjur.
Dana White, forseti UFC, svaraði Masvidal í gær. „Bardagamennirnir eru sjálfstæðir verktakar. Þetta er ekki eins og í NFL þar sem ég get neytt þig til að æfa og gera hitt og þetta annars færðu sekt. Bardagamennirnir geta gert hvað sem þeir vilja. Þeir mega segja hvað sem er. Þeir geta gert það sem þeir vilja og þeir þurfa ekki að berjast,“ sagði Dana við fjölmiðla.
„Við erum ekki að neyða neinn til að berjast. Við bjóðum bardaga því samkvæmt samningunum verðum við að bjóða bardagamönnum þrjá bardaga á ári. Þú getur hafnað þeim öllum þannig að þeir geta gert það sem þeir vilja.“
Masvidal var ekki lengi að svara Dana og óskaði eftir því að berjast annars staðar fyrst hann er bara verktaki.
I’m not an independent contractor if I can’t go anywhere else to make a living. Let me go and let me see if I’m worth it @espn #supernecessary
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
Please don’t compare us to these other leagues. I wish we can negotiate for less pay like the other leagues where the players get half the revenue they generate. We are negotiating from like what 12% to maybe 18% of revenue we generate? We are negotiating down from way under https://t.co/qPmbyWkuaK
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) June 5, 2020
Jon Jones hefur líkt og Masvidal verið í opinberum útistöðum við UFC en hann vill fá meira borgað fyrir ofurbardaga gegn Francis Ngannou. Henry Cejudo lagði hanskana á hilluna eftir sigur sinn á Dominick Cruz en Cejudo sagðist vera hættur nema hann fengi umtalsverða launahækkun.