spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal vill fá samningi sínum við UFC rift

Jorge Masvidal vill fá samningi sínum við UFC rift

Jorge Masvidal fetar í fótspor Jon Jones og stendur nú í opinberum deilum við UFC. Masvidal vill fá betur borgað fyrir titilbardaga sinn gegn Kamaru Usman.

Jorge Masvidal varð stór stjarna í MMA á síðasta ári með þremur flottum sigrum. Masvidal var búinn að tryggja sér titilbardaga gegn Kamaru Usman en samningar á milli Masvidal og UFC hafa ekki enn náðst.

Masvidal birti nokkrar færslur á Twitter þar sem hann óskaði meðal annars eftir því að fá samningi sínum við UFC rift.

Masvidal sigraði síðast Nate Diaz um BMF titilinn í Madison Square Garden á UFC 244. Bardagakvöldið var stórt og mikið áhorf en það er ekki víst að bardagakvöld Masvidal og Usman verði jafn stórt enda Nate Diaz stór stjarna. Masvidal fékk hluta af Pay Per View sölunni á UFC 244 en ef bardaginn gegn Usman selst ekki vel fær Masvidal minni tekjur.

Dana White, forseti UFC, svaraði Masvidal í gær. „Bardagamennirnir eru sjálfstæðir verktakar. Þetta er ekki eins og í NFL þar sem ég get neytt þig til að æfa og gera hitt og þetta annars færðu sekt. Bardagamennirnir geta gert hvað sem þeir vilja. Þeir mega segja hvað sem er. Þeir geta gert það sem þeir vilja og þeir þurfa ekki að berjast,“ sagði Dana við fjölmiðla.

„Við erum ekki að neyða neinn til að berjast. Við bjóðum bardaga því samkvæmt samningunum verðum við að bjóða bardagamönnum þrjá bardaga á ári. Þú getur hafnað þeim öllum þannig að þeir geta gert það sem þeir vilja.“

Masvidal var ekki lengi að svara Dana og óskaði eftir því að berjast annars staðar fyrst hann er bara verktaki.

Jon Jones hefur líkt og Masvidal verið í opinberum útistöðum við UFC en hann vill fá meira borgað fyrir ofurbardaga gegn Francis Ngannou. Henry Cejudo lagði hanskana á hilluna eftir sigur sinn á Dominick Cruz en Cejudo sagðist vera hættur nema hann fengi umtalsverða launahækkun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular