Friday, March 29, 2024
HomeErlentJose Aldo ætlar að hætta eftir fjóra bardaga

Jose Aldo ætlar að hætta eftir fjóra bardaga

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo ætlar að hætta þegar samningi hans lýkur við UFC. Aldo á fjóra bardaga eftir á samningi sínum við UFC og mun leggja hanskana á hilluna þegar hann klárar þessa fjóra bardaga.

Jose Aldo mætir Jeremy Stephens á UFC on FOX 30 bardagakvöldinu á laugardaginn. Þetta er fyrsti bardagi Aldo síðan 2009 þar sem ekkert belti er í húfi.

Hinn 31 árs gamli Aldo ætlar ekki að framlengja við UFC þegar núgildandi samningi hans lýkur. Aldo hefur íhugað að fara í box eða jafnvel berjast í öðrum bardagasamtökum en mun ekki sækjast í önnur tækifæri utan UFC þegar samningnum lýkur.

„Ég mun örugglega ekki framlengja. Mér dettur það ekki í hug að skrifa undir nýjan samning,“ sagði Aldo við blaðamann á dögunum.

„Ég held að það geri þetta auðveldara fyrir mig þar sem enginn vill hætta eftir tap. Maður vill hætta á toppnum. Það er auðveldara að leggja hart að sér þegar þú sérð fyrir endann á ferlinum.“

Höfuðáverkar er hluti af ástæðunni hvers vegna Aldo vill hætta fljótlega. „Þess vegna vil ég hætta á réttum tímapunkti. Fyrsta markmiðið er að endurheimta beltið og svo hugsa mig um. Ekki bara ég en allir íþróttamenn óttast heilaskaða. Heilsan er í forgangi og við verðum að ganga úr skugga um að heilsan sé til staðar.“

Bardagi Aldo og Stephens er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC on FOX 30 bardagakvöldinu á laugardaginn en í aðalbaraga kvöldsins mætast þeir Dustin Poirier og Eddie Alvarez.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular