Fyrrum fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo hafnaði boði UFC um að koma í stað Rafael dos Anjos og mæta Conor McGregor á UFC 196.
Eins og við greindum frá fyrr í dag er léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos ristarbrotinn og getur ekki varið beltið sitt gegn fjaðurvigtarmeistaranum Conor McGregor. UFC leitar nú að nýjum andstæðingi fyrir McGregor á UFC 196 sem fer fram eftir 11 daga.
Sjálfum erkióvini McGregor, Jose Aldo, var boðið að koma í stað dos Anjos. „Dana White [forseti UFC] hringdi í mig eftir að dos Anjos meiddist og spurði hvort Aldo gæti barist. Ég sagði að hann gæti það ekki. Tíminn væri of knappur fyrir bardagann og hann gæti því miður ekki barist í næstu viku,“ sagði Andre Pederneiras, yfirþjálfari Jose Aldo, í samtali við Combate.
Þessi ummæli Pederneiras eru athyglisverð sérstaklega í ljósi ummæla Jose Aldo á opinberri Facebook síðu sinni á dögunum. „Ég mun ekki taka bardaga nema það sé titilbardagi. Eina undantekningin væri ef bardaginn er gegn Conor McGregor. Hvenær sem er, hvar sem er. Þar sem hann er hræddur og veit að ég er að fara að vinna má hann halda beltinu mínu, bardaginn þarf ekki einu sinni að vera titilbardagi. Hann má halda beltinu mínu en ég mun flengja hann hvenær sem er.“
Hi everyone, I was quiet for a while, because I was waiting for my rematch. In fact, I was already training for it,…
Posted by Jose Aldo Junior on Wednesday, January 27, 2016