spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJosh Barnett sleppur við bann frá USADA

Josh Barnett sleppur við bann frá USADA

Í desember 2016 féll Josh Barnett á lyfjaprófi. Á dögunum var mál hans hins vegar fellt niður og fær hann ekkert bann.

Hinn fertugi Josh Barnett féll á lyfjaprófi sem tekið var þann 9. desember 2016 en lyfjaprófið var tekið utan keppni. Í lyfjaprófinu fannst efnið ostarine sem er selt ólöglega í Bandaríkjunum sem frammistöðubætandi efni samkvæmt USADA en efnið hefur fundist í fæðubótarefnum í Bandaríkjunum.

Barnett hélt því fram að efnið hefði einmitt komið úr fæðubótarefni og var málsvörn hans trúanleg að mati USADA. Hann fær því aðeins áminningu og er laus allra mála. Barnett er þar með fyrsti bardagamaðurinn sem fellur á lyfjaprófi fyrir frammistöðubætandi efni og fær enga refsingu frá USADA.

Barnett er þó ekki sá eini sem hefur sýnt fram á að mati USADA að ólöglega efnið hafi komið úr fæðubótarefni. Tim Means og Yoel Romero sýndu báðir fram á að frammistöðubætandi efnin sem fundust í þeirra lyfjaprófi hafi komið úr fæðubótarefni og fengu þeir sex mánaða bann. Barnett hefur þó tæknilega séð setið af sér bann eftir að upp komst um lyfjaprófið í desember 2016.

Barnett hefur ekki barist síðan hann sigraði Andrei Arlovski í september 2016. Hann hefur tvisvar áður fallið á lyfjaprofi, árið 2009 og 2002.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular