0

Þrír Íslendingar með bardaga á FightStar í apríl

Það verða þrír Íslendingar í eldlínunni á FightStar 14 bardagakvöldinu þann 14. apríl. Þeir Bjarki Ómarsson, Birgir Örn og Sigurjón Rúnar eru allir komnir með bardaga.

Bjarki Ómarsson (1-0 sem atvinnumaður) berst sinn 2. atvinnubardaga á kvöldinu en fyrsti atvinnubardagi hans fór fram á FightStar kvöldinu í desember. Þar sigraði hann Mehmosh Raza (5-1 sem atvinnumaður fyrir bardagann) eftir klofna dómaraákvörðun í frábærum bardaga.

Núna mætir Bjarki hinum breska Terry Doyle (4-5) en hann er öllu reyndari en Bjarki. Þetta verður áhugavert næsta skref hjá Bjarka en bardaginn fer fram í fjaðurvigt.

Birgir Örn Tómasson (2-0 sem atvinnumaður) er einnig kominn með bardaga en hann fær Stelios Theo í léttvigt. Þetta verður fyrsti atvinnubardagi Theo en hann var 4-1 sem áhugamaður og var léttvigtarmeistari áhugamanna í FightStar.

Sigurjón Rúnar Vikarsson (1-0 sem áhugamaður) fær áhugamannabardaga gegn Christian Knight. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Knight en bardaginn fer fram í veltivigt.

Ekki er öll von úti að fleiri Íslendingar berjist þetta kvöld.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.