spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoshua rotaði Klitschko í rosalegum bardaga

Joshua rotaði Klitschko í rosalegum bardaga

Anthony Joshua sigraði Wladimir Klitschko með tæknilegu rothöggi í 11. lotu fyrr í kvöld í rosalegum boxbardaga. Bardaginn var einn besti þungavigtarbardagi sögunnar.

90.000 áhorfendur á Wembley Stadium urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í kvöld. Mikil spenna ríkti fyrir bardaganum og er óhætt að fullyrða að bardaginn hafi staðið undir væntingum.

Fyrstu tvær loturnar voru fremur rólegar en það dró heldur betur til tíðinda í 5. lotu þegar Joshua kýldi Klitschko niður.

Joshua virtist vera að þreytast og snéri Klitschko taflinu sér í vil og kýldi Joshua niður í 6. lotu. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Joshua er kýldur niður.

Fyrir bardagann hafði Joshua aldrei farið lengra en sjöundu lotu. Um tíma virtist hann vera búinn á því en honum tókst jafna sig vel og sýndi hvers vegna menn eru á því að hann sé næsta stórstjarnan í boxinu.

11. og næstsíðasta lotan var rosaleg. Joshua kýldi Klitschko niður með upphöggi en sá gamli náði að standa upp. Eftir það reyndist Joshua vera of öflugur fyrir hinn 41 árs gamla Klitschko og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 2:25 í 11. lotu. Tæknileg rothögg fyrir Joshua og fyrsta tap Klitschko eftir rothögg í 13 ár.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular