Junior dos Santos er sagður vera kominn með sinn næsta bardaga. Dos Santos mætir Curtis Blaydes þann 25. janúar samkvæmt ESPN.
UFC er með bardagakvöld í Raleigh í Norður-Karólínu þann 25. janúar. Frankie Edgar mætir Cory Sandhagen í næstsíðasta bardaga kvöldsins en allt stefnir í að aðalbardaginn verði á milli Junior dos Santos og Curtis Blaydes samkvæmt frétt ESPN. Báðir aðilar hafa samþykkt bardagann en hafa ekki enn skrifað undir samning þess efnis enn sem komið er.
Junior dos Santos átti að mæta Alexander Volkov á UFC bardagakvöldinu í Rússlandi um síðustu helgi. Hann fékk hins vegar slæma sýkingu í fótinn og þurfti að draga sig úr bardaganum. Sýkingin var af slæm eins og má sjá á neðangreindri mynd sem dos Santos tók á spítalanum.
Hann virðist hafa jafnað sig á sýkingunni og mætir Curtis Blaydes. Dos Santos vann þrjá bardaga í röð þar til hann tapaði fyrir Francis Ngannou í sumar.
Curtis Blaydes hefur unnið tvo bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Francis Ngannou. Blaydes hefur unnið alla sína andstæðinga í UFC nema Ngannou.