spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJustin Gaethje fékk eins dags bann fyrir að taka afturábak stökk af...

Justin Gaethje fékk eins dags bann fyrir að taka afturábak stökk af búrinu

Justin Gaethje sigraði Brian Foster í WSOF um helgina eftir lágspörk. Eftir sigurinn klifraði hann upp á búrið og stökk afturábak sem vakti ekki mikla lukku hjá íþróttasambandi Colorado fylkis.

Justin Gaethje er léttvigtarmeistari World Series of Fighting og kláraði Foster með lágspörkum eftir aðeins 1:43 í fyrstu lotu.

Gaethje er þekktur fyrir að taka afturábak heljarstökk af búrinu eftir sigra sína en fyrir bardagann hafði íþróttasamband Colorado-fylkis varað hann við því að gera slíkar athafnir. Íþróttasambandið telur stökkið vera hættulegt og bað Gaethje um að sleppa öllum stökkum um helgina.

Hann fylgdi fyrirmælunum ekki eftir og fékk í kjölfarið bann fyrir óíþróttamannslega hegðun. Banninu var þó lyft í dag eftir aðeins einn dag. Íþróttasamband Colorado átti fund með Gaethje þar sem bannið var útskýrt en bannið átti alltaf að vera viðvörun fyrir komandi bardaga í fylkinu.

Að sögn íþróttasambandsins komust skilaboðin til skila og mun Gaethje eflaust ekki reyna þetta aftur. Að minnsta kosti ekki í Colorado. Stökkið má sjá hér að neðan.

https://youtu.be/zNlHCHMsCCU?t=1m44s

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular