Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKelvin Gastelum féll á lyfjaprófi

Kelvin Gastelum féll á lyfjaprófi

kelvin gastelumKelvin Gastelum er sagður hafa fallið á lyfjaprófi sem tekið var kvöldið sem hann barðist við Vitor Belfort. Leifar af marijúana fundust í lyfjaprófinu.

Kelvin Gastelum mætti Vitor Belfort í Brasilíu þann 11. mars og sigraði með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Gastelum var tekinn í lyfjapróf sama kvöld og hefur USADA, sem sér um lyfjamál UFC, látið Gastelum vita af mögulegu broti hans. Í lyfjaprófi hans fannst Carboxy-THC sem er myndefni marijúana og/eða hass. Magnið sem fannst var yfir 180 ng/mL leyfilegu magni.

Gastelum átti að mæta Anderson Silva á UFC 212 þann 3. júní. Nú hefur sá bardagi verið felldur niður og leit hafin að nýjum andstæðingi fyrir Anderson Silva samkvæmt MMA Fighting. Yoel Romero hefur boðist til að mæta Anderson en aðeins ef bardaginn er upp á bráðabirgðartitil í millivigtinni.

Þar sem bardaginn fór fram í Brasilíu mun CABMMA (brasilíska MMA sambandið) ákvarða refsingu Gastelum í samstarfi við USADA. USADA mun rannsaka málið nánar áður en refsing verður ákvörðuð en sem stendur hefur Gastelum verið settur í tímabundið bann.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular