spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKelvin Gastelum langar ennþá að fara aftur í veltivigtina

Kelvin Gastelum langar ennþá að fara aftur í veltivigtina

Embed from Getty Images

Kelvin Gastelum er ekki enn búinn að gefast upp á að fara aftur niður í veltivigt. Þrátt fyrir vigtunarvandamál hans dreymir hann ennþá um að gera veltivigtina að sínu varanlega heimili, þrátt fyrir gott gengi í millivigt.

Gastelum hefur tvisvar mistekist að ná vigt í veltivigt og í eitt skiptið lét hann ekki einu sinni sjá sig í vigtuninni (fyrir UFC 205 gegn Donald Cerrone). Gastelum, sem rotaði Michael Bisping í síðasta bardaga sínum í Sjanghæ í Kína í nóvember síðastliðnum, hefur gefið það út að hann langi aftur niður í 170 punda veltivigtarflokkinn í UFC.

Gastelum tapaði fyrir núverandi veltivigtarmeistara, Tyron Woodley, í janúar 2015 og sá sigur tryggði Woodley titilbardaga gegn Robbie Lawler. Bardaginn milli Woodley og Gastelum endaði á klofinni dómaraákvörðun sem var umdeild en Gastelum telur enn þann dag í dag að hann hafi unnið bardagann.

„Þetta stingur enn þann dag í dag, mig langar bara að fá bardagann, ná vigt og gera þetta rétt í þetta skipti og vinna,” sagði Gastelum við blaðamenn á miðvikudaginn.

„Ég held áfram að vinna og einn daginn mun ég berjast um millivigtartitilinn sem er brjálæði. En ég hugsa enn um veltivigtina.“

Eftir tapið gegn Woodley, þar sem Gastelum náði ekki vigt, var hann skipaður upp í millivigt. Gastelum tók einn bardaga þar áður en hann fékk að fara aftur niður í veltivigt. Honum mistókst svo aftur að ná vigt og var þá skipað að fara aftur upp í millivigt. Dana White, forseti UFC, sagði að Gastelum myndi aldrei fá að fara aftur niður í veltivigt.

Það er þó ennþá langt í mögulegan bardaga gegn Woodley, verði nokkurn tíman af honum, þar sem Gastelum á bókaðan bardaga gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza á UFC 224 um helgina. Sigur gegn Souza gæti tryggt Gastelum titilbardaga í millivigtinni gegn sigurvegaranum úr viðureign Robert Whittaker og Yoel Romero á UFC 225.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular