spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKevin Randleman látinn

Kevin Randleman látinn

kevin randleman 1Fyrrum þungavigtarmeistari UFC, Kevin Randleman, er fallinn frá. Hinn 44 ára gamli Randleman lést í gærkvöldi eftir hjartaáfall.

Kevin Randleman var ótrúlegur íþróttamaður. Hann keppti í bandarísku háskólaglímunni á sínum yngri árum og náði frábærum árangri. Hann varð tvívegis landsmeistari í efstu deild háskólaglímunnar og hafnaði í 2. sæti einu sinni.

Árið 1996 tók hann stökkið yfir í MMA og átti frábæru gengi að fagna framan af. Hann sigraði þungavigtartitil UFC árið 1999 þegar hann sigraði Pete Williams og varði beltið svo einu sinni gegn Pedro Rizzo áður en Randy Couture tók titilinn af honum.

Hans bestu ár átti hann hins vegar í Pride á árunum 2002-2004. Þar háði hann marga frábæra bardaga og sigraði til að mynda Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic með rothöggi sem þótti afar óvænt. Rothöggið var að margra mati rothögg ársins árið 2004.

Þá muna eflaust margir eftir ótrúlega kastinu hans á Fedor Emelianenko árið 2004. Þrátt fyrir þetta ótrúlega kast tókst Emelianenko að klára Randleman með „kimura“ skömmu síðar.

Eftir tapið gegn Emelianenko hélt hann áfram að tapa nokkuð mikið og lagði hanskana á hilluna árið 2011 eftir fjögur töp í röð. Hann hætti með bardagaskorið 17-16.

Randleman var fluttur á sjúkrahús með lungnabólgu í gærkvöldi og fékk hjartaáfall skömmu síðar. Hann skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Eighth Annual Fighters Only World Mixed Martial Arts Awards

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular