spot_img
Friday, January 10, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib: Alveg sama um rútuárásina

Khabib: Alveg sama um rútuárásina

Khabib Nurmagomedov var í viðtali á dögunum við Brett Okamoto hjá ESPN í aðdraganda UFC 229. Þar ræðir hann um bardagann gegn Conor og rifjar meðal annars upp aðdraganda rútuárasinnar frægu.

Khabib segist vera nokkurn veginn sama um atvikið sem gerðist í apríl, segist bara hafa hlegið og verið rólegur á meðan á þessu öllu stóð. Fólkið í kringum hann hafi verið æstara. Hann langi bara að láta hnefana tala í búrinu.

Hans áætlun er að lækka rostan í Íranum og láta hann þurfa að vaða í gegnum eld og brennistein til að komast í gegnum bardagann. Khabib segir að honum líki ekki við Conor og ætli að kenna honum ýmsa hluti. Khabib ætlar ekki að leyfa Conor að tappa út heldur draga bardagann á langinn og tuska hann til

Khabib hefur ekki mikið álit á Conor og líkir honum við fyllibyttu sem hafi verið drukkinn á blaðamannafundinum og litið ansi illa út. Conor hafi aldrei verið í þessum sporum áður – að mæta manni sem hann hefur engin áhrif á.

Khabib talar einnig um VISA-vandræði föður síns, tilhugsunina um að viskíið hans Conors verið á gólfinu í búrinu og margt fleira.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið