spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib fær „eitthvað stórt“ eftir bardagann gegn Justin Gaethje

Khabib fær „eitthvað stórt“ eftir bardagann gegn Justin Gaethje

Dana White hefur lofað Khabib Nurmagomedov einhverju stóru og sérstöku eftir bardagann gegn Justin Gaethje.

Khabib Nurmagomedov mætir Justin Gaethje á UFC 254 síðar í október. Khabib er ein stærsta stjarnan í UFC í dag en hann hefur talað um að hann ætli sér að hætta í MMA á meðan hann er ennþá á toppnum. Það mun þó ekki gerast alveg strax að sögn Khabib.

„Ég held ég muni ekki hætta strax. Það eru nokkrir möguleikar í boði og við munum hugsa næstu skref eftir bardagann gegn Gaethje. Dana sagði mér að eftir Gaethje bardaginn muni ég fá eitthvað sérstakt, eitthvað stórt. Ég sagði honum að halda því fyrir sig og svo tölum við saman eftir bardagann,“ sagði Khabib.

Aðdáendur hafa velt því fyrir sér hvað þetta „stóra og sérstaka“ sé en hér eru nokkrar hugmyndir:

Bardagi gegn Georges St. Pierre

Khabib hefur lengi talað um að hann vilji mæta besta bardagamanni allra tíma, Georges St. Pierre. Þó GSP sé orðinn 39 ára gamall og sé hættur heldur nafnið hans áfram að vera tengt við Khabib. Khabib hefur áður sagt að hann vilji enda ferilinn með sigri á GSP og vera þar með 30-0.

Umboðsmaður Khabib, Ali Abdelaziz, var þó fljótur að segja að þetta verði hvorki GSP né Conor.

Annar bardagi gegn Conor McGregor?

Þetta væri vissulega stórt en sennilega ekkert sérstakt fyrir Khabib. Khabib hefur aldrei verið það spenntur fyrir því að mæta Conor aftur nema Conor vinni nokkra bardaga í viðbót í það minnsta. Það hefur Conor ekki gert ennþá og er auk þess hættur.

Titilbardagi í veltivigt?

Þetta væri sérstakt og stórt fyrir Khabib að verða tvöfaldur meistari en kannski ólíklegt á meðan Kamaru Usman er meistari. Usman er með sama umboðsmann og Khabib og kemur þeim ágætlega saman. Khabib hefur heldur aldrei talað um að vilja mæta Usman.

Risa bardagakvöld í Rússlandi

Khabib hefur aldrei barist í Rússlandi í UFC. Í heimalandinu er hann ein stærsta íþróttastjarna landsins og ef hann myndi berjast þar væri það gríðarlega stór viðburður. Á Covid tímum er þó ólíklegt að UFC setji saman stórt bardagakvöld utan Abu Dhabi eða Bandaríkjanna og lítið pláss fyrir áhorfendur þessa dagana.

Box bardagi gegn Floyd Mayweather

Þetta er auðvitað fráleitt og afar ólíklegt en væri svo sannarlega eitthvað stórt og sérstakt. Af einhverjum ástæðum hefur Khabib nokkrum sinnum talað um að honum langi að boxa við Mayweather. Talið er að einhverjir fundir hafi átt sér stað milli liðanna en þetta væri afar ólíklegt.

Pabbi Khabib heiðraður

Kannski tengist þetta ekkert einhverjum bardaga fyrir Khabib. Pabbi Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, féll frá fyrr á þessu ári en hann var stór partur af liði Khabib og þjálfaði hann frá barnsaldri. Hann gæti verið tekinn inn í frægðarhöll UFC eða heiðraður á einhvern hátt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular