spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib fastur í Rússlandi - Justin Gaethje í hans stað?

Khabib fastur í Rússlandi – Justin Gaethje í hans stað?

UFC ætlar að reyna að halda UFC 249 í Bandaríkjunum þann 18. apríl. Khabib Nurmagomedov er fastur í Rússlandi og getur því sennilega ekki barist gegn Tony Ferguson.

UFC 249 á að fara fram þann 18. apríl og áttu þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson að berjast um léttvigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í Brooklyn í New York en vegna kórónaveirunnar ríkir samkomubann í New York líkt og víða. Dana White er bjartsýnn á að halda bardagakvöldið í Bandaríkjunum og væru þá einungis bardagamenn sem búa í Bandaríkjunum á kvöldinu.

Khabib Nurmagomedov er fastur í Dagestan í Rússlandi en landamærum Rússlands var lokað í morgun. Khabib æfði í fimm vikur hjá AKA í San Jose, Kaliforníu en hefur nú yfirgefið Bandaríkin. Þegar samkomubann var sett á víðs vegar í Bandaríkjunum fékk hann þær upplýsingar frá UFC að bardagi hans og Tony Ferguson myndi ekki fara fram í Bandaríkjunum.

„UFC sagði okkur að bardaginn myndi 100% ekki fara fram í Bandaríkjunum. Þeir sögðu að það væru 99% líkur á að bardaginn færi fram í Abu Dhabi,“ sagði Khabib á Instagram.

„Eftir að við töluðum við UFC ákváðum við að fljúga til Abu Dhabi mánuði fyrir bardagann. Þá komumst við að því að þeir ætli að loka landamærunum þar og enginn getur flogið til og frá. Þannig að við ákváðum að fljúga aftur til Rússlands. Núna er ég í Dagestan og er að æfa á hverjum degi. Ég veit ekki fyrir hvað ég er að æfa, því núna er landalærum lokað. Sama í Bandaríkjunum og í Evrópu – alls staðar. Heimurinn er í sóttkví núna.“

Það lítur því út fyrir að Khabib geti ekki mætt Tony Ferguson eftir tæpar þrjár vikur eins og til stóð. Khabib getur ekki farið frá Rússlandi og Tony Ferguson gæti ekki komið til Rússlands.

UFC er núna að reyna að fá Justin Gaethje til að mæta Tony Ferguson. Francis Ngannou og Jarizinho Rozenstruick gætu barist á kvöldinu en líklegast fer bardagakvöldið fram í Bandaríkjunum. Þetta er í fimmta sinn sem bardagi Tony Ferguson og Khabib fellur niður ef UFC tekst ekki að bjarga bardaganum einhvern veginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular