spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib: Þetta var minn síðasti bardagi

Khabib: Þetta var minn síðasti bardagi

Khabib Nurmagomedov tilkynnti fyrr í kvöld eftir sigur sinn á Justin Gaethje að hann ætli sér ekki að berjast aftur.

Khabib svæfði Justin Gaethje í kvöld í aðalbardaga kvöldsins. Sigurinn var hans 29. á ferlinum og tilkynnti hann í viðtalinu eftir bardagann að þetta hefði verið síðasti bardagi hans á ferlinum.

„Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi aftur hingað án föður míns. Þetta var í fyrsta sinn eftir fráfall föður míns. Eftir að ég fékk símtalið frá UFC um að berjast við Justin talaði ég við mömmu í þrjá daga. Hún vildi ekki sjá mig berjast án pabba. Ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég gaf loforð og ætla að standa við það. Þetta var síðasti bardagi minn.“

Khabib hrósaði Justin Gaethje eftir bardagann. „Takk Justin. Ég veit að þú ert frábær maður, ég veit hvernig þú hugsar um fólkið þitt. Þetta var síðasti bardagi minn hér í UFC. Það var draumur pabba. Dustin og Conor berjast í janúar, ég kláraði þá báða. Ég hef ekki áhuga á að mæta þeim aftur,“ sagði Khabib að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular