Khabib Nurmagomedov mætir Edson Barboza á UFC 219 í desember. Hugsanlega gæti þetta bent til þess að Conor McGregor mæti Tony Ferguson næst.
UFC staðfesti í gærkvöldi viðureign Khabib Nurmagomedov og Edson Barboza. Þetta er afar spennandi viðureign enda tveir frábærir bardagamenn í léttvigtinni. UFC 219 fer fram þann 30. desember í Las Vegas.
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um fyrstu titilvörn Conor McGregor í léttvigtinni. Tony Ferguson er nú bráðabirgðarmeistari í léttvigtinni eftir sigur á Kevin Lee á dögunum. Khabib Nurmagomedov vildi mæta Tony Ferguson næst ef ske kynni að Conor myndi mæta Nate Diaz í þriðja sinn.
Khabib lét hafa eftir sér fyrr í mánuðinum að ef Conor mætir Tony Ferguson væri hann til í að skoða aðra andstæðinga líkt og Edson Barboza. Nú þegar bardagi Khabib og Barboza hefur verið staðfestur gæti það bent til þess að Conor mæti Tony Ferguson næst.
Khabib Nurmagomedov er af mörgum talinn einn sá allra besti í léttvigtinni en hefur ekkert barist síðan í nóvember er hann sigraði Michael Johnson. Khabib átti að mæta Ferguson í mars en eftir erfiðleika með niðurskurðinn þurfti hann að draga sig úr bardaganum. Hann er nú kominn aftur af stað eftir meiðsli og sömuleiðis Edson Barboza.
Khabib hefur þó margoft þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla og vonandi verður það ekki raunin í þetta sinn. Enn á eftir að tilkynna hver aðalbardagi kvöldsins en bardagakvöldið er farið að taka á sig ansi góða mynd.
Léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Edson Barboza
Bantamvigt: Dominick Cruz gegn Jimmie Rivera
Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Carla Esparza
Fluguvigt: Louis Smolka gegn Matheus Nicolau
Veltivigt: Carlos Condit gegn Neil Magny
Léttþungavigt: Khalil Rountree Jr. gegn Gökhan Saki
Léttvigt: Dan Hooker gegn Marc Diakiese
Veltivigt: Kamaru Usman gegn Emil Meek